13.7.2007 | 11:04
Sóðalegur Maríuhellir
Ég fór í gær með góðu fólki í hellaskoðun. Megintilgangurinn var að sýna sænskum ferðamönnum sem hér dvöldu um tíma íslenska hella. Fyrst fórum við í Hundraðmetrahelli í Hafnarfirði og síðan á leiðinni til Reykjavíkur ákváðum við að fara í Maríuhelli í Heiðmörk.
Ferðin í Hundraðmetrahelli var frábær. Greinilegt er að ekki er mikið um mannaferðir í hellinum.
Það sama verður hinsvegar ekki sagt um Maríuhelli því þegar þangað var komið tók á móti okkur afskaplega sóðalegur hellir. Kerti og kertavax, kveikjarar, sígarettupakkar, dagblöð og pappír og fleira rusl er þar um allt.
Svíarnir voru ánægðir með hellaferðina en sóðaskapurinn í Maríuhelli skyggði á þessa ánægju. Ekki veit ég hvort einhverjir ábyrgðaraðilar eru með þessum helli, en allavega er hann merktur frá veignum og því hljóta einhverjir að hafa eitthvað með hann að gera.
Því er allavega komið á framfæri að þarna þarf að taka til hendinni.
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:05 | Facebook
Athugasemdir
Sammála þessu með Maríuhelli - við vorum þarna um daginn og þetta var hreint út sagt ógeðslegt. Eftir því sem ég best veit er það Reykjavík sem hefur með þetta að gera svo málið á heima á borði Gísla Marteins.
Bjarni (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.