Parísarfréttir (kannski nýtt heiti á Fréttablaðinu?)

Ekki veit ég nákvæmlega hversu margir hausar ganga um á jörðinni. Ætla mætti þó á Fréttablaðinu að þeir séu ekki svo ýkja margir. Ég er nýkominn heim eftir um viku ferð um óbyggðir landsins og hef sest niður til þess að fletta í gegnum þau dagblöð sem hafa borist á meðan. Ég er búinn að fara lauslega í gegnum Fréttablaðið og það sem vekur athygli mína er þessi óbilandi áhugi ritstjórnarinnar á konu nokkurri sem heitir Paris Hilton og þykir víst fræg fyrir helst ekki neitt.

Af sjö tölublöðum Fréttablaðsins birtast fréttir og myndir af umræddri konu í fimm. Það sem ristjórninni þótti markvert var þetta:

29. júní. Sagt var frá því í einni grein að Paris hafi lesið Biblíuna. Annarsstaðr í blaðinu var síðan heilsíðuúttekt á lífi hennar í máli og myndum.

30. júní. Ekkert sagt frá Paris Hilton.

1. júlí. Paris sökuð um lygar í sjónarpsviðtali.

2. júlí. Sagt frá hversu margir horfðu á sjónvarpsviðtal við Paris Hilton.

3. júlí. Paris ætlar að flytja frá Hollywood.

4. júlí. Engar fréttir af Paris Hilton og ritstjórnin gefur enga skýringu á þessu fréttaleysi þennan dag.

5. júlí. Paris á góðu róli og blússandi hamingjusöm. Einnig birtist mynd af henni þar sem sagt er frá kaupum Blackstone á Hiltonhótlekeðjunni.

Semsagt þegar allt er tekið saman þá gat ég lesið sjö fréttir af Paris Hilton eftir þessa sjö daga útilegu.

Er þetta ekki dásamleg og metnaðarfull blaðamennska? Nú verður spennandi að sjá frá hverju sagt verður í blaðinu á morgun af þessari uppáhaldsmanneskju ritstjórnarinnar.

JB

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband