Hversvegna ekki að færa úrið?

Nú er komið að hinni árlegu fjallaferð. Því verður ekki mikið að lesa á þessari síðu næstu daga en í stað þess að gera ekki neitt er ég með tillögu fyrir ykkur lesendur góðir sem þið getið tekið misalvarlega eftir smekk hvers og eins. En tillagan felst í því að gera nokkrar hversdagslegar heimspekitilraunir.

Þegar ég var í Brussel fyrr í mánuðinum keypti ég mér bók sem heitir 101 experiments in philosophy of everyday life. Þar eru settar fram tillögur að einföldum heimspekilegum tilraunum sem hafa það að markmiði að upplifa heiminn undarlega og hafa gaman af. Hér hef ég valið nokkrar þeirra sem þið getið tekist á við á meðan ég geng á fjöll:

Tilraun númer 38: Reyndu að hugsa ekkert.

Tilraun númer 13: Þegar þú þarft að pissa skaltu hafa með þér stórt vatsnglas og um leið og þú pissar skaltu drekka allt vatnið úr glasinu. (Höfundur bókarinnar segir þetta merkilega reynslu, sjálfur á ég eftir að prófa þessa tilraun).

Tilraun númer 22: Teldu upp á 1000.

Tilraun númer 59: Borðaðu einhvern mat sem þér hefur aldrei fundist góður.

Tilraun númer 72: Brostu til ókunnugrar manneskju.

Tilraun númer 40: Farðu í sturtu með augun lokuð allan tímann.

Tilraun númer 98: Færðu úrið á hina hendina.

Þetta eru aðeins örfáar hversdagslegar heimspekitilarunir af þessum 101 sem finna má í bókinni. Þið getið einnig fundið upp á ykkar eigin.

Látið mig endilega vita hvernig gengur. Góða skemmtun.

JB

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Skemmtilegar æfingar Jóhann. Maður verður nú að prófa þetta. Held ég kaupi bara bókina.

Hrannar Baldursson, 5.7.2007 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband