4.5.2007 | 15:06
Hversu mikið er nóg? Siðfræðinámskeið fyrir bankastjóra og forystumenn fjármálafyrirtækja (fréttatilkynning)
Á undanförnum árum hefur færst í vöxt að ýmsar starfsstéttir hafi sótt námskeið í siðfræði til þess að efla hæfni sína til að takast á við álitamál í starfi. Heilbrigðis- og uppeldisstéttir hafa þar verið í farabroddi.
Fimmtudaginn 10. maí n.k. kl. 20.00-22.00 mun bankastjórum og öðrum forystumönnum fjármálafyrirtækja standa til boða siðfræðinámskeiðið Hversu mikið er nóg?Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um grundvallarhugmyndir siðfræðinga um hið góða líf og fá bankamennirnir tækifæri til þess að rökræða siðferðilegar spurningar hve varðar lífsgæði og lífsstíl, samfélagslega ábyrgð, launamun í landinu, fátækt og ríkidæmi, þarfir og gerviþarfir og hvað sé siðferðilega rétt og siðferðilega rangt í heimi þar sem veraldleg gæði eru takmörkuð.
Þátttakendur á námskeiðinu fá jafnframt tækifæri til þess að tengja hugmyndir sínar um lífstíl og lífsgæði við hamingjuna og tilgang lífsins.
Leiðbeinandi á námskeiðinu er Jóhann Björnsson sem lokið hefur BA prófi í heimspeki frá HÍ og MA prófi í sömu grein frá Katholieke Universiteit Leuven í Belgíu.
Skráningar á námskeiðið skuli berast í tölvupósti á netfangið johannbj@hotmail.com og rennur skráningarfrestur út miðvikudaginn 9. maí næstkomandi.
Námskeiðið er forystumönnum banka og fjármálafyritækja ókeypis
Jóhann Björnsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:09 | Facebook
Athugasemdir
The sky is the limit!
Auðun Gíslason, 4.5.2007 kl. 18:31
Ef maður toppar þann síðasta sem komst í blöðin fyrir hæstu tekjurnar og besta starfslokasamninginn, þá hlýtur starfsheiðrinum (og kannski hamingjunni) að vera borgið
Svanur Sigurbjörnsson, 7.5.2007 kl. 02:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.