Hversu mikið er nóg? Siðfræðinámskeið fyrir bankastjóra og forystumenn fjármálafyrirtækja (fréttatilkynning)

Á undanförnum árum hefur færst í vöxt að ýmsar starfsstéttir hafi sótt námskeið í siðfræði til þess að efla hæfni sína til að takast á við álitamál í starfi. Heilbrigðis- og uppeldisstéttir hafa þar verið í farabroddi.

Fimmtudaginn 10. maí n.k. kl. 20.00-22.00 mun bankastjórum og öðrum forystumönnum fjármálafyrirtækja standa til boða siðfræðinámskeiðið Hversu mikið er nóg? 

Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um grundvallarhugmyndir siðfræðinga um hið góða líf og  fá bankamennirnir tækifæri til þess að rökræða siðferðilegar spurningar hve varðar lífsgæði og lífsstíl, samfélagslega ábyrgð, launamun í landinu, fátækt og ríkidæmi, þarfir og gerviþarfir og hvað sé siðferðilega rétt og siðferðilega rangt í heimi þar sem veraldleg gæði eru takmörkuð.

Þátttakendur á námskeiðinu fá jafnframt tækifæri til þess að tengja hugmyndir sínar um lífstíl og lífsgæði við hamingjuna og tilgang lífsins.

 

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Jóhann Björnsson sem lokið hefur BA prófi í heimspeki frá HÍ og MA prófi í sömu grein frá Katholieke Universiteit Leuven í Belgíu.

 

Skráningar á námskeiðið skuli berast í tölvupósti á netfangið johannbj@hotmail.com og rennur skráningarfrestur út miðvikudaginn 9. maí næstkomandi.

 

Námskeiðið er forystumönnum banka og fjármálafyritækja ókeypis

 

Jóhann Björnsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

The sky is the limit!

Auðun Gíslason, 4.5.2007 kl. 18:31

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ef maður toppar þann síðasta sem komst í blöðin fyrir hæstu tekjurnar og besta starfslokasamninginn, þá hlýtur starfsheiðrinum (og kannski hamingjunni) að vera borgið

Svanur Sigurbjörnsson, 7.5.2007 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband