Framsóknarflokkurinn hættir við að gera falskar tennur að vinsælustu fermingargjöfinni

Svei mér þá, ég hélt að með framsóknarmenn í heilbrigðisráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu ætluðu þeir að fara að gera falskar tennur að vinsælli fermingargjöf. En ég hef heyrt að í eina tíð í sögu þjóðarinnar hafi tannskemmdir verið svo miklar að fermingarbörnin voru illa stödd í þeim efnum að brýn þörf var á fölskum tönnum.

Ekki hefur tannvernd barna og unglinga verið sinnt af hinu opinbera í lengri tíma, ekki hrösum við sem störfum við skólana um skólatannlækna. Hinsvegar mætir maður of oft unglingum með óheyrilegt magn af sykri sem varla getur talist heppilegt fyrir heilsu og tannvernd.

En nú bar svo við að Framsóknarflokkurinn, þessi öflugasta atvinnumiðlun landsins auglýsir ókeypis tannvernd til 18 ára aldurs og auknar niðurgreiðslur á tannviðgerðum.

Hvernig er þetta með framsóknarmenn, duttu þeir á hausinn, eða er að koma kosningar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Nei, þeir ætla að halda áfram vexti í atvinnulífinu, svo til séu peningar fyrir aukna velferð, þám þetta. Ástæða þess að þetta er ekki fyrir löngu fram komið er sú að tannlæknar hafa ekki viljað semja við TR. Því vill Framsókn endilega ljúka, en ekki fara illa með fé okkar með því að fara í einu og öllu að kröfum tannlækna. Spurning hvort ekki eigi einfaldlega að bjóða út þessa þjónustu og þeir X tannlæknar á hverju svæði sem bjóða best hljóti þjónustuna.

Gestur Guðjónsson, 3.5.2007 kl. 22:45

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Kolvitlaus hugmynd að bjóða út tannlækningar og taka þeim sem "bjóða best".  Nema verið sé að tala um bestu gæði, en ekki verð! Það eru nefnilega gæðin sem skipta máli þegar kemur að tannvernd barna og unglinga!  Sérfræðingar í barnatannlækningum leggja grunn sem ekki verða metinn til fjár!  Sparnaður í þessu sambandi er ávísun á mun hærri kostnað síðar meir!

Auðun Gíslason, 4.5.2007 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband