Útrunnið kornflex og græðgisvæðing í bönkunum

Nýjustu fréttir af gangi mála í samfélaginu eru þær að sumir borða kornflex sem þeir fá gefins og rann út fyrir þremur árum. Á sama tíma mæta gæðingarnir sem eru í stjórnum bankanna kannski bara á einn fund í mánuði og fá 350.000 kall fyrir vikið.

Hversu langt getur siðleysið gengið? Svari hver fyrir sig.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hvernig breytast þurrkaðar kornflögur eftir síðasta söludag?

Ef þú finnur ekkert að bragðinu, er allt í lagi með þær.

Síðasti söludagur er oft út í loftið. Get ég nefnt ost sem dæmi.

Betra væri að stimpla framleiðsludag og leyfa svo fólki að kaupa missterka osta eftir vild.

Ef ostur sem rétt er að fá bragð er kominn framyfir stimpil, á þá að henda honum í ruslið?

Varðandi fjármálafirringuna er ég líklega sammála þér.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.3.2007 kl. 23:20

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Borðar einhver viljandi kornvöru þremur árum eftir merktan síðasta söludag? Af fúsum og frjálsum vilja?

Bloggaði um þurrmatinn og mannfyrirlitninguna sem mér finnst felast í ölmusugjöfum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.3.2007 kl. 00:50

3 Smámynd: Haukur Kristinsson

veit ekki, en held að gefendur hafi bara hugsað gott, en útrunnin matvæli kannski gott fyrir einhverja,, en spurning hvað fólki finnst gott sem ekki hefur efni á mat

Haukur Kristinsson, 2.3.2007 kl. 02:52

4 identicon

Einkennilegt að maður sem státar af meistaragráðu í siðfræði skuli beita afar merkingarþrungnu hugtaki eins og "siðleysi" með eins ómarkvissum og óviðeigandi hætti og þú gerir í þessum pistli.

Þetta mál snýr ekki að siðleysi heldur vandamáli sem hægt er að greiða úr, haldi menn sig á mottunni án þess að fjargviðrast út í fólk sem hefur sér ekkert til saka unnið. 

Stefán Einar Stefánsson (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband