25.2.2007 | 20:22
Ég kom hjólandi á landsfund Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
Í Morgunblaðinu í dag á bls. 2 er sagt frá því að aðeins einn þátttakandi hafi komið hjólandi á landsfund VG sem haldinn var núna um helgina. Magnús Bergsson spurði landsfundarfulltrúa að því hvernig þeir hafi komið sér á staðinn og þegar hann lagði spurningu sína fyrir fundinn var hann sá eini.
Þetta er kannski pínulítið "nördalegt" af mér að vera að koma með leiðréttingu á þessari frétt en ég mætti alla dagana á landsfundinn á reiðhjóli. Svo óheppilega vildi til að ég var ekki á svæðinu einmitt á því augnalbliki sem Magnús lagði spurninguna fyrir fundarmenn. Þannig að við voru a.m.k. tveir.
En hvað um það ,Magnús á hrós skilið fyrir að hafa lagt þessa samviskuspurningu fyrir félagana í umhverfisvæna flokknum. Árangurinn í þessu efni er ekki nógu góður en ég er sannfærður um að flokksfélagar eigi eftir að bæta sig
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef ég væri enn búsett í R.vík, hefði ég komið á hjóli líka. Það er einmitt eitt af því versta í lífi mínu akkúrat núna, að neyðast til að vera á bíl. Því miður eru strætisvagnaferðir milli Keflavíkur og Reykjavíkur ekki enn orðnar að veruleika, en ef/þegar af því verður mun ég taka með hjólið í strætó í bæinn og hjóla svo um allt. Reiðhjól eru yndislegur hlutur, og bílar skapa bara vandræði og stress!!!
Heiða, 26.2.2007 kl. 14:09
Það var greinilegt að menn höfðu hugsað sinn gang á sunnudeginum á landsfundinum, þá komu fleiri á hjóli, fleiri höfðu tekið strætó eða gengið. Bílar voru auk þess sýnilega færri fyrir utan fundarstaðinn.Meira um það á blogginu mínu
Magnús Bergsson, 26.2.2007 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.