5.6.2010 | 19:33
Legg til að þeir Dagur og Jón hvíli sig á sjónvarpsglápi og lesi "Animal liberation"
Enn og aftur var þessi hugmynd borgaryfirvalda um ísbjörn í húsdýragarðinn til umfjöllunar og nú í fréttum Stövar 2. En enn og aftur er rætt um aukaatriði málsins og að þessu sinni um krónur og aura en ekki um virðingu gagnvart villtri náttúru og réttindum dýra.
Ég ætla að gera það að tillögu minni að þeir félagar Dagur og Jón taki sér pásu frá sjónvarpsglápi, hvort sem það er fótbolti eða Wire, leggist upp í sófa og lesi bókina Animal liberation eftir ástralska siðfræðinginn Peter Singer. Bókina má panta á Amazon, stundum hefur hún verið til í Iðu í Lækjargötu, nú ef þeir biðja fallega þá er ég alveg til í að lána þeim mitt eintak.
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nú er komið á daginn, að það eigi aðeins að vista hvítabirnina í Húsdýragarðinum þangað til að þeir fá far til Nuuk (eða kannski bara til Ammassalik). Það hlýtur að vera gott mál. Betra en að vera skotinn af byssuglöðum, blóðþyrstum löggum.
Vendetta, 6.6.2010 kl. 22:32
Ég er næstum því viss um að annar þessarra manna hefur einmitt lesið þessa bók. Ertu virkilega svona ánægður með þína menn að þú telur að engir aðrir séu færir um að stýra þessum smábæ. Ég er svo hundleið á að sjá getuleysi stjórnvalda að ég er ekki hrædd við að gefa öðrum tækifæri á meðan það eru ekki Sjallavallar og Framsóknarmenn
Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.6.2010 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.