12.5.2010 | 21:30
Þetta hlýtur að vera misskilningur. Sigurður fékk fálkaorðuna fyrir frábær störf sín 2007.
Það getur bara ekki verið að það eigi að handtaka Sigurð nokkurn Einarsson fyrir eitthvað brask. Eldfjallafræðingurinn okkar Ólafur Ragnar (sem aldrei gerir mistök) sæmdi Sigurð fálkaorðu fyrir sín stórkostlegu störf í fjármálaheiminum. Við vitum það vel að eldfjallafræðingurinn gerir aldrei mistök og sæmir ekki neina lúða fálkaorðu. Málið hlýtur því að vera á misskilningi byggt.
http://forseti.is/Falkaordan/Falkaordan2007/
JB
Ekki búið að handtaka Sigurð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:32 | Facebook
Athugasemdir
ÓRG veit hvernig á að nota svona orður og hvernig ekki. Þannig tókst honum að móðga svo USA að hér hefur ekki verið sendiherra í tvö ár. Ástæðan, boða sendiherra til orðuveitingar en afturkalla veitinguna þegar sendiherra átti fáeina metra ófarna á Bessastaði.
Sjálfur lagði hann til að draga skyldi stórlega úr orðuveitingum. Enn fær fólk orðu fyrir það eitt að mæta í vinnuna sína. Orðuveiting til SE var kannski ekki svo vitlaus á þeim tíma sem hún var veitt, enda stóð þjóðin varla í fæturna af stolti yfir hæfni okkar á alþjóðlegu fjármálasviði. En það sem í ljós hefur komið ætti að duga til þess að afturkalla slíka veitingu sé þess kostur. Þó ekki væri nema með yfirlýsingu.
Eyþór Eðvarðsson í Vilnius, 13.5.2010 kl. 08:24
Forseti ákveður ekki hver fær fálkaorðu..það gerir orðunefnd svo því sé haldið til haga..forsetinn er síðan sá sem formlega afhendir.
Ég reikna með að umræddur Sigurður skili þessari orðu enda veiting hennar byggð á mikskilningi.
Jón Ingi Cæsarsson, 13.5.2010 kl. 13:45
Og svo fékk Kaupþing einhver verðlaun úr hendi Gylfa Magnússonar. Líklega fyrir velheppnaða markaðssókn!
Auðun Gíslason, 13.5.2010 kl. 15:19
Já það ætti vera hægt að láta menn og konur skila svona orðuveitingum...ættingar verða skila orðum þess sem fellur frá ef sá hefur fengið svoleiðis grip.
Íþróttamenn verða að skila líka verðlaunum sínum ef þeir nást eftir að hafa gerst brotlegir til að reyna bæta árangur sinn...
Óli ákvað sjálfur að veita Handboltalandsliðinu Fálkaorður í beinni í miðri keppni hjá þeim:(:(
Halldór Jóhannsson, 13.5.2010 kl. 18:45
Niðurlag gamallar barnagælu hefur sönglað í hausnum á mér síðan í gær:
…aumingja Siggi hann þorir ekki heim!
Sigurður Hreiðar, 13.5.2010 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.