Já já stjórnarformennskan í bankanum leggst bara vel í hann þó hann hafi lítið vit á bankamálum.

Ætli sagan sé að byrja að endurtaka sig með bullið í bönkunum, jú jú hann Friðrik Sóphusson er bara nýráðinn stjórnarformaður Íslandsbanka þrátt fyrir að segja það beint framan í þjóina í fréttum Stöðvar 2 að hann hafi ekkert vit á bankamálum.

Jú þakka þér fyrir djobbið, ég er bara alveg æðislegur trukkabílstjóri þrátt fyrir að vera ekki með meirapróf ;-þ

JB

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þetta gefur allavega ekki fyrirheit um nýja hugsun eða nýtt Ísland.

hilmar jónsson, 25.1.2010 kl. 21:30

2 identicon

Það er hafið aftur helmingaskipta reglan , Friðrik sjálfstæðismaður og Árni framsóknarmaður , hvað annað er í boði !

Er þetta ekki góð fyrirheit um það sem verið er að gera  ?

Það hefur ekkert breyst og það eru sömu klíkurnar að verkum !

JR (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 22:56

3 identicon

Það er verið að púsla saman gömlu svikamyllunni og mafíubransanum sem hefur mergsogið íslenska þjóð svo lengi sem menn muna

DoctorE (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 10:22

4 Smámynd:

Hringekjan heldur áfram og engum fleygt fyrir borð.

, 26.1.2010 kl. 17:14

5 Smámynd: Kristinn Pétursson

Meira kjaftæðið. Friðrik Shopusson er besti fjármálaráðherra sem setið hefur hérlendis - með tilliti til verðbólgu og óreiðu í ríkisfjármálum. BESTUR.

Af hverju skyldi hann ekki vera hæfur í þetta stjórnarformannsstarf? Hann hefur yfirleitt  notið virðingar í öllum stjórnmálaflokkum - nema þá hjá fanatískum kommatittum.

Kristinn Pétursson, 26.1.2010 kl. 17:34

6 Smámynd: Elín Sigurðardóttir

Já þetta var rosalegt viðtal...hann var bara ánægður með að kunna ekkert inn á bankanna...

Elín Sigurðardóttir, 28.1.2010 kl. 14:54

7 identicon

Þegar ráðið er í svona stöður er horft til "clout" og tengsla. Friðrik hefur hvort tveggja. Spurning hvort hann hefur þær mórölsku undirstöður sem nýtt Ísland þarf á að halda. Sem forstjóri Landsvirkjunnar var hann framkvæmdamaður þess að virkja þar sem ekki ætti að virkja (Þjórsárver o.s.frv.). Hverskonar stefnugjafi hann verður í bankanum, er óvíst með öllu.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband