Ætli forseti Íslands næli orðu í útrásarvíking í dag?

Í dag 17. júní fá einhverjir einstaklingar orðu frá forsetanum fyrir eitthvað alveg geggjað. Eitthvað sem maðalmaðurinn getur ekki státað sig af.

Af því tilefni skulum við hafa í huga orðuveitinguna árið 2007 þegar forsetinn nældi orðu í Sigurð nokkurn Einarsson fyrir, eins og stendur á vef forsetaembættisins: "riddarakross fyrir forystu í útrás íslenskrar fjármálastarfsemi."

Ekki slæmt að fá orðu fyrir það eitt að eiga hlut í því að innleiða græðgina í íslenskt samfélag og koma öllu á hausinn.

Trúðslætin í kringum þessar orðuveitingar eru bara eitt allsherjar djók og það er sorglegt að fólk skuli nenna að spila með í þessu rugli.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammál þér.  

Einu sinni gerði Óli grín af þessu orðufikti embættiskerfisins en fellur vel inn í það núna.  Aulaskapur.

Rúnar (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 10:47

2 identicon

sammála...frétti um einn sem fékk orðuna fyrir að vera fæddur á Íslandi!

sigurður örn brynjólfsson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 17:43

3 identicon

Hver er nógu lákúrulegur til að taka við þessari hlægilegu skammarorðu hahaha

DoctorE (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 09:48

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Svona, svona, eitthvað verða nú menn að hafa fyrir stafni. Búa til allskonar ekkisenskjaftæði og veita orður fyrir allt og ekkert.

Ég er hálf döpur þessa dagana, finnst þjóð mín vera úti að skíta og eiga engan skeinipappír.

Viðurkenningar eiga vera til þeirra sem fórna sér fyrir góðan málstað, án þess að þiggja laun fyrir. Hætta eigin lífi til að bjarga annarra. 

Það verður fróðlegt að sjá hvernig tekið verður á máli Moka, verður hann settur í tukthúsið á undan þeim sem settu þjóðina á hausinn.?  Ég myndi frekar veita honum orðu, t.d. sokkabandsorðuna.

Jóhann þú ert góður!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 19.6.2009 kl. 03:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband