Gott að vita að Brad Pitt er slæmur í húðinni

Ég hélt á tímabili að blaðið blaðið væri að verða að einhverju en eftir lestur blaðsins í dag þá er ég eiginlega farinn að efast um að það sé þess virði að sóa þeim verðmætum sem fara í að halda úti blaðinu, en með tilliti til náttúrunnar er allt þetta pappírsflóð vafasamt.

Í dag var heil síða lögð undir "athyglisverðar" fréttir svo vægt sé til orða tekið. Fréttirnar tala sínu máli en þær eru t.d. þessar í stuttu máli:

Schwarzenegger jafnar sig, Brad Pitt er slæmur í húðinni, Paris Hilton fer á sjúkrahús og heimsækir veikt barn, Evangeline Lily er þreytt á athyglinni, Penelope Cruz slappaði af á ströndinni, Julia Roberts á von á sínu þriðja barni svo dæmi séu tekin.

Svo fylgja stórar litmyndir með á heilli síðu.

Ef ég fengi að ráða þá myndi ég kjósa að fjölmiðill eins og blaðið myndi rækta af einhverjum myndugleika umfjöllun um íslenskt samfélag með gagnrýnu hugarfari og minka þessar húð og strandfréttir fræga fólksins. Það vakti nefnilega athygli mín að minnsta fréttin í blaðinu, þessu sama blaði og Paris Hilton var að glenna sig utan í veiku barni á flennistórri mynd, var um tuttugu einstaklinga sem hafa hrakist úr Byrginu eftir að skandallinn kom upp þar. Það eitt hefði mátt fara í saumana á og þá að sama skapi minka myndina af Paris og kannski sleppa fréttinni (eða fresta) um Schwarzenegger.

Rífið blaðið upp úr drullunni, það er ekki þess virði (umhverfisins vegna) að eyða því í annað eins dag eftri dag.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll og blessaður, gleðilegt ár, takk fyrir gamla og velkominn í Moggheima! Fleiri kommúnistar þar eru gleðiefni! Bestu, Sóley

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 20:06

2 Smámynd: Halldór Baldursson

Svona nú. þú getur líka lesið um húðina á Brad Pitt í Mogganum og Fréttablaðið fylgist sérstaklega vel með ferðum Parísar Hilton. Í Blaðinu 4.jan. gastu líka lesið um fjölmenningarvef barna, heilbrigt líferni á mörgum síðum og framtíð krónunnar. Svo dæmi séu nefnd. Er ekki rétt að sýna nýráðnum ritstjóra það umburðarlyndi að gefa honum meira en 2-3 daga í starfi til að sanna sig?

bestu kveðjur

Halldór Baldursson, 8.1.2007 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband