15.10.2009 | 23:09
Hvernig get ég annað en trúað á spádóma?
Í tilefni frétta dagsins af honum Gunnari karlinum sem komin er til starfa á Biskupsstofu í sérverkefni þá verð ég að segja að ég er afskaplega ánægður með spádómshæfileika mína, en þann 20. mars s.l. spáði ég því að hann fengi djobb á þeim kontór og viti menn. Ég hef spádómshæfileika. Sjá færsluna frá 20. mars hér að neðan:
"Ég hef aldrei verið mikið fyrir spádóma og aldrei talið mig hafa spádómsgáfu. En einhvernveginn hef ég það á tilfinningunni að ég gæti kannski orðið ágætur spámaður og gaman gæti verið að spá fyrir fólki og atburðum. Ég ætla því að skella mér í spádómsmálin og fyrsti spádómur minn á vonandi löngum spádómsferli er sá að innan ekki svo margra vikna mun sóknarpresturinn Gunnar sem verið hefur í fréttum að undanförnu hætta að stýra söfnuði sínum á suðurlandi og taka til við störf að ýmsum "sérverkefnum" á biskupsstofu. Mér sýnist líka þegar ég rýni betur í spádóminn að þetta starf að "sérverkefnum" verði í boði íslenskra skattgreiðenda þrátt fyrir kreppuna."
Gunnar til Biskupsstofu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Facebook
Athugasemdir
Trúlega. Anars er þetta sorgleg saga. "Hvenær drepur maður mann?"
Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 07:30
Þetta á meira skylt við rökhyggju en spádómsgáfu held ég. Fordæmin hefurðu fyrir þér, svo það er ekki erfitt að leggja saman tvo og tvo.
Biblísk spádómsgáfa er allt annars eðlis. Þar finna menn forna spádóma og uppfylla þá meðvitað. Svona eins og uppistaða guðspjallana er. Þá gerði Jesú ákveðna hluti og kom á ákveðna staði af því að fyrir var spádómur um að svo skyldi verða.
Rauninni besta sönnunin fyrir því að guðspjöllin eru skáldskapur. (Fyrir utan það að Páll postuli virtist ekki hafa hugmynd um tilvist þeirra. Hvergi vitnar hann í ævi Jesú, orð, né athafnir. Ansi merkilegt)
Ég spái því að þessu máli sé ekki lokið og að hroki og dramb eigi eftir að teygja það pínlega á langinn. Eitthvað tengt ví að þekkja ekki sinn vitjunartíma, svo maður kvóti smá.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2009 kl. 09:04
Jón Steinar, þú ert nú eitthvað að steypa hérna.
Nánast allt sem Jesús gerði var uppfylling spádóma. Guð var löngu búinn að ákveða framvindu mála þannig að það var fyrirframákveðið hvernig málum yrði háttað. Biblían fer svo ekkert leynt með það að margt sem Jesús gerði var gert til að uppfylla spádóma. Eðli spádóma er að þeir eru sagðir áður en þeir gerast.
Það sem er svo merkilegast eru þeir spádómar sem Jesús gat ekki haft áhrif á, s.s. fæðingarstaður hans og krossfestingin. Svo er náttúrulega ennþá merkilegra að deyja og rísa upp á þriðja degi eins og spáð var fyrir um... reyndu bara sjálfur að finna spádóm um upprisu frá dauðum og uppfylla hann svo.
Andri (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 09:42
Þetta lið er allt saman æviráðið og virðist komast upp með nánast hvaða ávirðingar sem er í starfi án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að missa vinnuna.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 16.10.2009 kl. 21:38
Það eru sko engir smáhæfileikar sem þú býrð yfir Jóhann! Getur þú ekki fengið djobb á skjá einum með skygnilýsingar? þínar skyggnigáfur eru örugglega skemmtilegri og áreiðanlegri heldur en hjá þessum þarna Þórhalli þú getur örugglega fundið lykt af nýsteiktum kleinum að handan
en hvað um það, biskup losnar víst við hann Gunnar árið 2010 það þýðir að hann er í eitt ár á framfærslu skattgreiðenda. en hvernig er það, eru ekki allir embættismenn hjá ríkinu svona vel verndaðir atvinnulega séð?
Guðrún Sæmundsdóttir, 16.10.2009 kl. 22:19
Það var kannski mesti misskilningur hjá manni á sínum tíma að ráða sig ekki til ríkissins. Ég veit það eitt að ef ég stend mig ekki í mínu starfi, þá verð ég bara atvinnulaus, hvort sem mér líkar betur eða verr.
En það þarf ekki mikla spádómshæfileika til þess að gera sér grein fyrir því að prestar sem ásakaðir eru fyrir ýmislegt, hafa hingað til haldið sínu brauði, eða stimplað sig inn á verndaðan vinnustað á biskupsstofu.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 16.10.2009 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.