Nýtt ár ný síða

Nú hef ég skrif á nýrri síðu, en undafarna mánuði hef ég skrifað á síðuna http://blog.central.is/johannbj . Þar má enn finna skrif mín og myndir.

Á þessari síðu mun ég fyrst og fremst skrifa um samfélagsmál þar sem róttækni og gagnrýni í anda nýsósíalisma mun verða ríkjandi. Það er af mörgu að taka og þörf á róttækum skrifum. Megináherslurnar verða á jafnrétti og félagslegt réttlæti, umhverfis- og náttúruvernd, gegn græðgisvæðingu, neysluhyggju, sóun og óréttlæti.

Að sjálfsögðu mun ég einnig setja inn á síðuna eitt og annað sem tengist mínum áhugamálum og störfum og er þar heimspekin fyrirferðamest.

Nú verður kosið til Alþingis að vori og hefur uppstillingarnefnd Vintrihreyfingarinnar græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu lagt til að ég skipi 5. sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þessi síða mun því þjóna sem leið til þess að koma sjónarmiðum mínum á framfæri.

Vonast ég til þess að þið lesendur njótið þessara skrifa og verðið duglegir við að koma sjónarmiðum ykkar á framfæri hvort svo sem þið eruð sammála mér eða ósammála, en skoðanaskipti eru nauðsynleg lýðræðinu í landinu.

Njótið vel.

Jóhann Björnsson


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband