4.6.2009 | 08:41
Alþingismenn, Lama og messan góða
Ja nú er aldeilis viðfangsefni fyrir ykkur að skoða ágætu lesendur. Í viðtali Frétablaðisins við Stefán nokkur Einar Stefánsson í morgun segir:
"Jafnframt segir Stefán að það kaldhæðnislegasta við þetta sé að Birgitta Jónsdóttir skuli skamma ráðherra fyrir að vilja ekki hitta Dalai Lama. Hún sem ekki vildi mæta í messu við þingsetninguna."
Og nú er spurt hvað er svona kaldhæðnislegt við þessa afstöðu Birgittu? Hver er munurinn á Karli Sigurbjörnssyni biskupi Íslands og séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur sem þjónaði fyrir altari í messunni frægu annarsvegar og Dalai Lama hinsvegar? Getur verið að munurinn felist í því að Dalai Lama er ekki eingöngu trúarleiðtogi heldur líka þjóðhöfðingi þjóðar sem býr í útlegð og er í stöðugri baráttu við frekt stórveldi? Eða eru þeir séra Karl og Lama bara alveg af nákvæmlega sömu tegund? Hvað segið þið ágætu lesendur?
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það vantar svarmöguleika:
- Getur verið að Stefán Einar Stefánsson sé ákafur ríkiskirkjusinni sem langar mikið til að verða prestur.
Ég vel það var.Matthías Ásgeirsson, 4.6.2009 kl. 08:50
Best af öllu fyrir alla er að dissa alla ruglukolla í furðufötum, það er ekki nokkur munur per se á öllu þessu liði.
Lama er ekkert stórkostlegur gaur, ekki þjóðhöfðingi.. hvað stundar hann mest í dag, kannski að punga út milljónum dollara í eitthvað guðfræðirugl með interfaith ívafi, sóun á peningum og vitsmunum
DoctorE (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 09:28
Birgitta fordæmdi ríkisstjórnina fyrir að hitta ekki friðarverðlaunahafa Nóbels en ekki fyrir að mæta ekki í messu eða á fyrirlestur Dalai Lama. Dalai lama endurspeglar m.a. stefnu VG: mannréttindi, frelsi, friðsamleg samskipti, umhverfismál o.fl. Þess vegna hefðu VG ráðherrar a.m.k. átt að grípa þetta einstaka tækifæri til þess að sýna hvað þeir standa fyrir í raun og veru. Líka vandræðalegt fyrir Steingrím sem ekki hefur verið óspar á gagrýni fyrri ríkisstjórna fyrir gungu - og undirlægjuhátt gagnvart stórveldum. Hann er bara ekkert skárri sjálfur.
Þórdís (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 13:31
Þórdís.. .þessi friðarverðlaun eru ekkert merkileg, margir fjöldamorðingjar hafa fengið þessi verðlaun líka.
Dalai Lama er trúarleiðtogi, það er það eina sem hann er... sem slíkur geut hann og eða áhangendur hans ekki búist við að stjórnmálamenn hitti hann.
Svo ég tali nú ekki um sögu lama.. .svo voru ekki skrárri en kinverjar.
DoctorE (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 14:26
Mér fannst athyglisvert að sjá þrjá trúarleiðtoga við samtrúarlegu athöfnina í Hallgrímskirkju. Einn síbrosandi sá næsti alvarlegur og hinn þriðji með úldinn keytusvip. Sá í miðjunni var eins og maður sem er með annan fótinn í ís og hinn í sjóðandi hver.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 4.6.2009 kl. 23:17
Mér finnst þetta mjög fyndið. Bergþóru og Jónsdóttirin hefur meiri skoðanir hvað aðrir gera en hún sjálf.
Er það þannig sem við flest erum. Allavega er reynsl mín sú, eftir áratuga lífsreynslu að fæstir virða gullnu regluna, því það sem þú vilt fyrir þig, viltu endilega ekki öðrum og öfugt. Það sem þú vilt ekki fyrir þig, gætir ´þú vel hugsað þér fyrir aðra.
Það skiptir mig ekki ....hHvort hinn, hann, sú eða þeir allir vilja hitta Dalai Lama. Heldur ekki Karl biskup, mér er slétt sama, svo lengi ég fæ að ráða sjálf hvað ég geri.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 7.6.2009 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.