8.5.2009 | 12:03
Eru skógarbirnirnir hjá A.S.Í. nývaknaðir af vetrardvala?
Á vef Alþýðusambands Íslands (sumir kalla klúbbinn Auðjöfrasamband Íslands vegna launa gæðinganna sem þar fara fremstir í flokki) má sjá eftirfarandi frétt:
Í dag klukkan 13 verður efnt til mótmæla fyrir framan Alþingishúsið vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í málefnum heimilanna. Frá Austurvelli verður síðan gengið að Stjórnarráðinu. ASÍ hvetur almenning til að taka þátt enda þolinmæðin gagnvart aðgerðarleysi stjórnvalda þrotin.
Í tilkynningu frá samtökunum Nýir tímar segir m.a.: "Við viljum minna stjórnvöld á að heimili landsmanna eru að brenna upp í skuldum og að sú Skjaldborg sem slá átti um hemilin sé hvergi sjáanleg.
Almenningur í landinu hefur þurft að sýna ótakmarkaða þolinmæði gagnvart stjórnvöldum sem á móti sýna landsmönnum enga vægð þegar að innheimtuaðgerðir eru annars vegar."
Hmm, sumir eru pínulítið seinir að fatta, það var mótmælt ég veit ekki hvað marga laugardaga í vetur, það var gerð búsáhaldabylting, stjórnin fór frá og það er nýbúið að kjósa. Eru skógarbirnir í A.S.Í. nývaknaðir af vetrardvala og halda að Geir Haarde sé enn forstætisráðherra og Davíð enn í seðlabankanaum?
Svona áfram nú A.S.Í. allir á fætur, betra að mótmæla seint en aldrei.
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er smjörklípubragð af þessu. Eftir púið 1. maí á að senda út skilaboð um að ASÍ sé VÍST með á nótunum. Frekar dapurlegt.
Kristján B. Jónasson, 8.5.2009 kl. 13:39
Þeir vöknuðu upp við vondan draum eftir að Vitlausaávarpið eftir Gylfa birtist Vinnunni 1 tölb. 58 árg. 2009.
Gylfi skildi ekkert í púinu á 1. maí og þá fóru þeir að rannsaka málið og þá kom í ljós að ávarpið var ársgamalt og var eftir Grétar Þorsteins.
Það er eins gott þeir ruglist ekki á kjarasamningum!!
Þorsteinn H. Gunnarsson, 8.5.2009 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.