2.5.2009 | 23:07
Auðvitað er það forgangsatriði að hækka laun forseta ASÍ
Ég las í frétt á Eyjunni áðan að Gylfi nokkur Arnbjörnsson er nú bara með "þokkaleg laun" eins og það var orðað. Þokkaleg laun er nú ekki nema eins og ein milla á mánuði. Þetta er náttúrulega algjör skandall og alveg skammarlega lág laun. Jú ég meina það karlinn er nú einu sinni forseti, þó það sé forseti ASÍ.
Það hefur líka komið fram að hann vinnur alveg ógeðslega mikið og hann ber alveg geðveikislega mikla ábyrgð og hann vaknar örugglega snemma á morgnana og fer örugglega seint að sofa á kvöldinn af því að hann er alltaf að hugsa um verkalýðinn. Ég veit bara ekki hvar launafólk væri statt ef hann væri ekki til. Og ég veit að þetta er alveg rosalega erfitt starf. Hann þarf t.d. að halda ræðu fyrir fólk sem er með hávaða, og púar á hann þegar hann er að reyna að segja því hvað hann og samtökin hans ASÍ eru æðisleg. Svo þarf hann líka að bjóðast til að fresta launahækkunum umsamdra kjarasamninga sem launafólk ætti bara að sjá að er algjör snilld í verkalýðsbaráttu.
Það er náttúrulega ekki hver sem er sem getur unnið svona starf. Og auðvitað þarf hann hærri laun fyrir þetta álag, elsku karlinn á "þokkalegu laununum".
Þannig að auðvitað ættum við að hefja söfnun fyrir svona duglegan mann. Við gætum kannski byrjað strax á mánudaginn fyrir utan húsnæði Vinnumálastofnunar. Þessir atvinnleysingjar hafa ekkert með allan þennan pening að gera sem þeir fá í bætur.
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta minnir mig á það þegar Jóhann vitavörður á Hornbjargsvita var í forsvari fyrir vitaverði og vildi fá þáverandi vitamálastjóra til að taka tillit til þess í launakjörum vitavarða að þeir yrðu að vakna á þriggja tíma fresti allar nætur til að taka veðrið.
Laun þeirra væru skammarleg þegar þetta væri haft í huga og í hrikalegu ósamræmi við laun vitamálastjóra.
Þáverandi vitamálastjóri, sem rúllaði svolítið í framburði stafsins r á þá að hafa afgreitt erindi Jóhanns út af borðinu með þessari dásamlegu setningu:
"Já, en minn kægi Jóhann, - ég eg líka vitamálastjógi á nætugnag."
Ómar Ragnarsson, 3.5.2009 kl. 05:29
Bara flott
Marteinn Unnar Heiðarsson, 3.5.2009 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.