17.4.2009 | 10:06
Hvaða máli skiptir hamingjan í nútímasamfélagi?
Það hefur komið í ljós undafarnar vikur og mánuði að sífellt fleiri velta fyrir sér hver hlutur hamingjunnar sé i því samfélagsástandi sem við búum við um þessar mundir. Í góðærinu voru svo margir uppteknir við að "meika það" og "græða" fyrir utan það að hálfdrepa sig í vinnu, innkaupum, utanlandsferðum og húsbyggingum að enginn mátti vera að því að staldra við og spá i hver hlutur hamingjunnar væri í þessu öllu saman.
En nú eru breyttir tímar. Ég ætla ekki að gera lítið úr þeim vanda sem margir eiga í en það jákvæða sem fylgir nútímanum er að æ fleiri hafa farið að sýna því áhuga að hugsa um og rökræða hlut hamingjunnar í lífi sínu. Þannig hef ég haldið tvö erindi um hamingjuna undanfarið. Annar var um hamingju barna og hlut skóla í að stuðla að hamingju nemenda sinna og hinn var haldinn á fundi aðstandenda geðsjúkra.
Næstkomandi mánudag, 20. apríl ræði ég hamingjuna hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði á Suðurnesjum í Keflavík og leita svara við þeirri spurningu hvaða máli hamingjna skipti í nútímasamfélagi.
Allir sem áhuga hafa á hamingjunni eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir en fundurinn verður haldin að Hafnargötu 36a og hefst kl. 20.
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.