20.3.2009 | 17:19
séra Gunnar tekur til starfa við sérverkefni á biskupsstofu
Ég hef aldrei verið mikið fyrir spádóma og aldrei talið mig hafa spádómsgáfu. En einhvernveginn hef ég það á tilfinningunni að ég gæti kannski orðið ágætur spámaður og gaman gæti verið að spá fyrir fólki og atburðum. Ég ætla því að skella mér í spádómsmálin og fyrsti spádómur minn á vonandi löngum spádómsferli er sá að innan ekki svo margra vikna mun sóknarpresturinn Gunnar sem verið hefur í fréttum að undanförnu hætta að stýra söfnuði sínum á suðurlandi og taka til við störf að ýmsum "sérverkefnum" á biskupsstofu. Mér sýnist líka þegar ég rýni betur í spádóminn að þetta starf að "sérverkefnum" verði í boði íslenskra skattgreiðenda þrátt fyrir kreppuna.
Og nú er bara að bíða og sjá hvort að ég hafi í raun spámannshæfileika.
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
:)
Sóley Björk Stefánsdóttir, 21.3.2009 kl. 03:07
Hæ, hæ, er ekki fordæmi fyrir slíku? Sýknaðir prestar - vegna þess að sök er ekki sönnuð - settir í sérverkefni. Var einhver að tala um misbeitingu valds katólsku kirkjunnar?
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 21.3.2009 kl. 08:16
Sæll Jóhann.
Hvað gengur þér til með þessum s.k. spádómi? Þessi maður var sýknaður bæði í héraðsdómi og Hæstarétti með réttu eða röngu - hvað vitum við um það - og kannski fer hann í "sérverkefni" ef ekki verður talið að sátt skapist um að hann snúi aftur í heimabyggð. Ert þú ekki einn af talsmönnum Siðmenntar? Þið talið mikið um siðgæði og ábyrgð. Orðum og yfirlýsingum fylgir ábyrgð Jóhann.
Ríkiskirkjan hefur aldrei verið þarfari en nú og kirkjusókn hefur aukist í kreppunni. Ríkisframlögum til þjóðkirkjunnar er því vel varið.
Ég spái því að Siðmennt haldi áfram að níða kirkjuna og hennar fólk með sömu hræsninni og fyrr!
Guðmundur St Ragnarsson, 21.3.2009 kl. 09:42
Þú ert greinilega ekki í "egin föðurlandi"
Sævar Finnbogason, 21.3.2009 kl. 10:54
Guðmundur.. þó ert betri í boltanum.
Sævar Finnbogason, 21.3.2009 kl. 10:57
En hvað hefði gerst í þessu máli ef Gunnar væri trésmiður?
Getur þú séð það :)
DoctorE (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 11:28
Ég tek undir með Guðmundi ST. Hvað gengur þér til með þessum skrifum?
Hvað sem öðru líður þá var séra Gunnar sýknaður af ákærunum og allar aðdróttanir að persónu eða heiðri hans í kjölfarið hljóta að flokkast sem persónuníð.
Ekki mikil siðbót í því.
Ragnhildur Kolka, 21.3.2009 kl. 11:39
Takk fyrir það Sævar :)
Guðmundur St Ragnarsson, 21.3.2009 kl. 12:26
Hvað eruð þið eiginlega að verja krakkar...
DoctorE (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 09:59
Nafnið eitt á félaginu siðmennt er hrokafullt. Og raddir sumra meðlima þessa félags eru sýnu verri en vælið í prestunum. Ég var fyrir löngu búinn að fá mig fullsaddan af mörgum þjóðkirkjuprestum og hafði mig loks í það að segja mig úr félagsskapnum 2006. Aldrei myndi flökra að mér að koma nálægt félagi á borð við siðmennt. Það á að skilja ríki og kirkju að. Þeir sem endilega vilja og þurfa að standa í trúarveseni eiga að kosta það sjálfir.
Sigurður Sveinsson, 26.3.2009 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.