Er einhver sem skilur hvað er verið að meina?

Í desember s.l. kom fram reglugerð frá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu um próf í íslensku fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt. En eins og margir vita er núna nýjasta tískan sú að áður en fólk fær íslenskan ríkisborgararétt þarf það að taka próf í íslensku.

Gott og vel. Þar með er ekki öll sagan sögð. Í umræddri reglugerð um prófin er málsgrein í 5. grein sem ég bara botna ekkert í, og hef ég nú ekki fengið greininguna seinfær og því síður tregur eða þroskaheftur þó ég sé kannski ekki sá "sleipasti" í heimi heldur. Ég held að ég sé bara svona meðalmaður. Nema hvað málsgreinin sem ég skil ekki er undir kafla sem fjallar um aðstoð við próftöku og hljómar svo:

"Ekki er gert ráð fyrir sérstakri aðstoð í próftökunni við þá sem eru óskrifandi eða ólæsir á latneskt letur ef ætla má að þeir gætu náð þeirri færni með hefðbundnu lestrar- og skriftarnámi."

Og nú spyr ég: A) Hvað er verið að meina með þessu? Og B) Ef þú ágæti lesandi setur þig í spor þess sem er hvorki læs né skrifandi á latneskt letur hvert er þá þitt hlutskipti varðandi umrætt próf og hvað tekur við að prófi loknu?

Hvet ég sem flesta til að skrifa svör sín niður í athugasemdir hér á síðunni.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Já, ég er sammála að þetta er í einu orði óskiljanleg og klúðursleg setning í lögunum. Ég skil ekki hvað er við átt. Nú er það minn skilningur að sá sem lærir t.d. að lesa íslensku, þá er um latneskt letur að ræða. Ég veit ekki um dæmi um íslensku á öðru letri.

Vissulega getur einstaklingur lært að tala íslensku, t.d. lært orð og frasa, þó að viðkomandi sé algjörlega ólæs og skrifandi á hvaða tungumáli sem er.

Og frasinn í lögunum: "ef ætla má að þeir gætu náð þeirri færni með hefðbundnu lestrar- og skriftarnámi" þá væntanlega á öðru tungumáli og skriftarmáli ... nei ég næ þessu ekki.

Held að þú ættir að snúa þér til Menntamálaráðuneytisins og fá skýringu á þessu. En ég spyr, hvernig ætlar einstaklingur að ná skriflegu prófi í íslensku, ef hann kann ekki letur sem notað er í málinu? - Ennþá skil ég þetta ekki. Gagnlegt fyrir ráðuneytið að þú bendir á þessa klúðurslegu grein í lögunum/reglugerðinni.

Þetta eru hreinlega léleg vinnubrögð að hálfu stjórnvalda.

Af hverju var þetta frá Dóms- og Kikjumálaráðuneytinu, er það ekki einhver misskilningur?

Ingibjörg Magnúsdóttir, 26.2.2009 kl. 23:41

2 identicon

Já, ég er alveg sammála ykkur. En ef ég ætti að reyna ráða í þetta þá mundi ég giska að umræddir menn þurfi 'óhefðbundið' nám-sem hvergi er skilgreint hvað er ekkert frekar en hugtakið "mannúðarástæður" í lögum um útlendinga. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég sé eitthvað óljóst í reglum um útlendinga. Það er fleira-hvet ég fleiri til að kynna sér síður mannréttindaskrifstofunnar og umsagnir hennar um ýmis lagafrumvörp (http://www.humanrights.is/verkefni/umsagnir/)-þar má finna orðalag eins og "...Mannréttindaskrifstofan hvetur stjórnvöld til að skýra nánar"

í  (http://www.humanrights.is/verkefni/umsagnir/nr/2218).  Sjálfum finnst mér þetta virka svolítið skrýtið-ætti ekki að búa til reglurnar og taka meira mið af því sem skrifstofan segir og breyta þá ef þurfa þykir skv. þeirra áliti? Sjálfur veit ég of lítið um stjórnmál almennt en fór að kynna mér málin þegar mér fannst verið að ganga á rétt vinar sem er útlendingur.

Max (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 11:26

3 identicon

En hvað með þá sem eru blindir eða heyrnarlausir?? Er eitthvað gert ráð fyrir þeim í þessum lögum??

Marý Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 11:35

4 identicon

Það hefði mátt sleppa þessari setningu, eða segja einfaldlega að umsækjandi eigi að gangast undir skriflegt próf í íslensku. Skriflegt próf í íslensku er lagt fyrir fólk á íslensku ritaðri með latnesku letri. Sá sem ekki kann að lesa eða skrifa latneskt letur, hann fellur einfaldlega á því prófi.

EG (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 11:50

5 identicon

Hvað með seðlabankastjóra, þurfa þeir að kunna Íslensku? 

Ég segi nú bara xD - Íslensku þjóðinni allt

Gullvagninn (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband