14.11.2008 | 17:33
kynningarfundur vegna borgaralegrar fermingar
Eftirfarandi tilkynningu um kynningarfund vegna borgaralegrar fermingar má finna á vef Siðmenntar www.sidmennt.is
Kynningarfundur fyrir unglinga sem áhuga hafa á borgaralegri fermingu 2009 og aðstandendur þeirra verður haldinn Laugardaginn 15. nóvember 2008 kl. 11:00 - 12:00 í Háskólabíói sal 1.
Á kynningarfundinum verður næsta námskeið Siðmenntar til undirbúnings Borgaralegri fermingu kynnt, gerð grein fyrir einstökum efnisþáttum og umsjónarmönnum þeirra. Skráningarblöðum verður dreift og fólk velur hvaða námskeið hentar því best. Munið að koma með penna.
Ennfremur verður greint frá tilhögun væntanlegrar athafnar næsta vor og sýnt verður kynningarmyndband frá athöfnunum sem haldnar voru vorið 2008.
Það er þegar búið að manna nefnd foreldra og forráðamanna til að hafa umsjón með athöfninni.
Mikilvægt er að flestir mæti sem ætla að taka þátt í Borgaralegri fermingu 2009, a.m.k. þau sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Landsbyggðarfólk og aðrir sem komast ekki á kynningarfundinn eiga að hafa samband við Hope. hope@sidmennt.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ajj hvað þetta er alltaf eitthvað kjánalegt með þessa "manndómsvígslu" Siðmenntar. Ég get ekki gert að því en mér finnst þetta alltaf vera hálfgerður stuldur og afbögun á fermingu kristinnar kirkju, sem það og er.
Vonandi hafið þið Siðmenntarfólk svo frumlega hugsun að þið getið fundið nýtt nafn á þessa manndómsvígslu; annað en borgaraleg ferming. Þetta hljómar alltaf svo stolið frá þeim sem upphófu og sköpuðu hina eininlegu og réttu "FERMINGU" (af latneska orðinu: confirmatio)
Baldur Gautur Baldursson, 14.11.2008 kl. 19:27
Sæll Jóhann
Í fullri kurteisi fæ ég smá hroll þegar ég hugsa til þess að brjótast undan oki trúarbragða en apa samt upp verstu siðvenju kristninnar, fermingarathöfnina.
Ég mun að sjálfsögðu bjóða börnunum mínum uppá "fermingarveislu" með öllu tilheyrandi til að halda upp á sjálfstæði þeirra og mikilvægur liður í því að þau skilji að í valinu er valdið og það þarf ekki staðfestingu einhvers "yfirvalds" til þess að vera einhvers virði, heldur feli það virði sitt í sjálfu sér
Sævar Finnbogason, 19.11.2008 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.