Aðalhagfræðingurinn Guð er kominn í málið

Í dag hafa borist fregnir af því að fullt var út úr dyrum í nýrri verslunarmiðstöð á Korputorgi. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti en sagan segir að fólk hafi aðallega verið á höttunum eftir hnéhlífum sem þykja ómissandi í "kreppunni". Ástæðan fyrir þessari auknu ásókn í hnéhlífar er sú að nú er aðeins einn hagfræðingur eftir sem getur bjargað okkur og sá heitir hvorki meira né minna en guð. Já guð sjálfur er kominn í málið. En til hvers hnéhlífar í þessu samhengi. Það eina sem á eftir að gera og er hægt að gera í efnahagasmálunum er að leggjast á hnéin og biðja daginn út og daginn inn og þar reynast hnéhlífar vel.

En Gunnar nokkur áhugamaður um hagfræðinginn guð segir í Fréttablaðinu í dag að í núverandi efnahagsástandi leggi hann allt sitt traust á guð og svo leggst hann á bæn með fullt af öðru fólki sem biður til guðs um að efnahagsmálin verði öðruvísi en þau eru (sjá bls.54)

Ja hérna hvað skyldi "kreppan" koma með næst?

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gúrúinn

@Jóhann

Gunnar er trúaður maður líkt og þú ert ótrúaður (er það orðið?). Það er þarflaust (og smekklaust) að gera grín að skoðunum/hugmyndum annarra, hvort sem um er að ræða trúmál, stjórnmál eða eitthvað annað.

Mér finnst þú því setja niður við þessa færslu.

 @Árni

Gunnar er þjóðþekktur maður og því er tekið viðtal við hann. Einnig er alkunna að hann er katólskur. Þitt er svo valið hvort þú lest viðtalið eða ekki. Þarf einhver að hlífa þér við því? Gerir þú kröfur um að blöðin ritskoði tal um trúmál umfram önnur mál?

Gúrúinn, 5.10.2008 kl. 07:54

2 Smámynd: Jóhann Björnsson

Til þess að koma í veg fyrir misskilning þá er sá Gunnar sem vitnað er til í færslu minni ekki Gunnar Eyjófsson leikari sem var í viðtali við 24 stundir heldur Gunnar Þorsteinsson forstöðumann Krossins sem var í viðtali við Fréttablaðið og ræddi um Guð í hagfræðilegu samhengi. Mér þykir leitt ef færsla mín hefur orðið til þess að fólk rugli þessum tveimur annars ágætu mönnum saman.

Jóhann Björnsson, 5.10.2008 kl. 11:31

3 Smámynd: Gúrúinn

Hvort Gunnar er Eyjólfsson eða Þorsteinsson og hver hans trúhneigð er, breytir engu varðandi fyrri færslu mína.

Við þetta má svo bæta að mörgum öðrum en Gunnari finnst ekki hægt að treysta lengur á ríkisstjórn og aðra stjórnendur til að leysa vandann sem við okkur blasir núna og ég fagna því að þeir leiti annarra lausna, burtséð frá því hvort ég deili skoðunum þeirra.

Gúrúinn, 5.10.2008 kl. 12:31

4 identicon

Guð mun því miður ekkert grípa inní efnahagsvandann . Landinu er stjórnað af trúlausum Guðs afneiturum, og er Guð því ekkert að skifta sér að neinu þar sem hann er ekki velkominn .

Það sést glöggt í gamla tsm. að ráðamenn til forna fengu enga hjálp frá Guði upp úr þurru . Og þaðann af síst ef þeir höfðu hafnað honum .

Stjórnamálamenn þurfa til að byrja með að breyta "ólögum" sem þeir hafa komið á í þjóðfélaginu eins og t.d að samþykkja réttindi kynvillinga og fóstureyðingar . Ef þeir gjöra svo, má kannski vænta yfirnáttúrulegra atburða er koma efnahagi landsins á betra plan .

conwoy (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 20:08

5 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Bað Geir ekki guð að hjálpa bönkunum? Guð gerir það örugglega, þó hann hafi verið of upptekinn til að bjarga tugþúsundum barna í fátækum löndum sem deyja vegna fæðuskorts.

Guðmundur Auðunsson, 7.10.2008 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband