Frelsi og fallegar byggingar

Síðastliðin níu ár hefur Félag múslima á Íslandi beðið eftir því að borgaryfirvöld afgreiði umsókn um byggingarlóð vegna mosku og menningarmiðstöðvar. Á sama tíma hafa umsóknir allra annarra trúfélaga verið afgreiddar. Ekkert bólar á svari frá borgaryfirvöldum og hafa eftirlitsnefndir Evrópuráðsins gegn kynþáttamisrétti og bandaríska utanríkisráðuneytisins lýst áhyggjum sínum vegna málsins. Í ársskýrslu stjórnardeildar lýðræðis-, mannréttinda- og atvinnumála sem gerð var fyrir utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna er því haldið fram að fordómar gagnvart múslimum valdi því hversu langan tíma borgaryfirvöld hafa verið að afgreiða málið.

Ef það er rétt að umræddur seinagangur stafi af fordómum í garð múslima eins og segir í áðurnefndri skýrslu er það mjög alvarlegt mál og skýlaust brot á mannréttindastefnu Reykjavíkur sem samþykkt var árið 2006. Í þeirri stefnu segir að óheimilt sé að mismuna fólki vegna trúar- eða stjórnmálaskoðana og jafnframt segir að Reykjavíkurborg skuli sýna trú og skoðunum fólks virðingu og umburðarlyndi.

Fordómar í garð múslima sérstaklega byggjast á þekkingarleysi og skorti á umburðarlyndi. Sagan sýnir að innan allra trúarbragða geta ofstækishópar þrifist og vísasta leiðin til að næra þá er illa dulin andúð yfirvalda.

Borgaryfirvöldum ber að afgreiða umsóknin um lóðina sem fyrst og ef málið telst á einhvern hátt erfitt eins og haft er eftir umhverfisstjóra skipulags- og bygingarsviðs ber borgaryfirvöldum að funda með Félagi múslima og leita lausna.

Reykjavík tekur örum breytingum og fjölmenningarsamféalgið er komið til að vera. Með fjölmenningunni koma trúarlegar byggingar sem undantekningarlaust eru til prýði. Til viðbótar við kirkjubyggingar kristinna safnaða sjáum við brátt rísa hof ásatráurmanna, búddista, og glæsilega byggingu réttrúnaðarsafnaðarins og vonandi bætist í þessa flóru falleg moska á góðum stað í borginni.

Öll leggjum við mikið upp úr því að njóta frelsis í frjálsu landi. Það þýðir að við tryggjum trúfrelsi og skoðanafrelsi í reynd og virðum lýðræðislegar óskir svo fremi þær skaði ekki annað fólk. Vinnubrögð borgaryfirvalda í þessu máli virðast ekki vera í þeim anda.

Greinin birtist í 24 stundum í dag 30. september.

Jóhann Björnsson og Þorleifur Gunnlaugsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yfir 80 pró. þjóðarinnar virðist vera á móti mosku hér á landi . Enda er ekkert spennandi að gerast í nágrannalöndum okkar, og sjá þau flest eftir að hafa hleypt þessu islam inn fyrir sín landamæri . Ef þú vilt endilega njóta frelsis Jóhann, þá skaltu standa gegn frekari islam-væðingu heldur en að greiða henni leið . það þarf ekki mikla skynsemis rökhugsun, til að sjá hvað muni gerast hér á landi ef moska rís .

Júrí (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 19:17

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

http://islam.is/podlinki/menu/LogFMI.pdf 

Finnst þessi linkur mikilvægur inn í umræðuna og þegar þetta er lesið þá virkar þetta hinn sanngjarnasti selskapur og óþarfi að hafa áhyggjur.

Nenni varla inn í þennan fumræðurumskóg aftur, en þetta er ekki svart/hvítt mál.

Það þarf  samt að vera á varðbergi, því strangtrúarmúslimar eru hættulegir og virða ekki vestræn lög, aðeins trúarlög.

Eins og í kaþólsku kirkjunni og mörgum öðrum trúfélögum er leiðtoginn undantekningalaust karl, svo ekki er hægt að tala um jafnrétti kynjanna.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.9.2008 kl. 20:40

3 identicon

Endilega að leyfa byggingu á Mosku hér !! Svo að Sádar geti sent hingað Wahabistaklerka til að kenna börnum múslima andúð á vesturlöndum, hatur á öðrum trúarbrögðum, heilaþvo ungmenni til hryðjuverka, til að kalla okkur svín og konur okkar og dætur hórur.

 Þökk sé Martin Lúter að okkur tókst á 500 árum að snúa niður ofsatrú katólskunar. Verum á varðbergi gegn trúarofsa Islams. En verum sérstaklega á varðvergi gegn "naivistum". Við höfum vítin til varnaðar í nágrannalöndum okkar.

Brynjólfur Jónsson (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 21:34

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sammála því sem fram kemur fram í þessum málflutningi ykkar Jón og Þorleifur. Kv.  B

Baldur Kristjánsson, 30.9.2008 kl. 22:55

5 Smámynd: Stefanía

Ég get bara ekki séð að þetta fólk hafi enhvern rétt á sérstakri meðferð hér.....Ef þau vilja vera hér,  þá sætta þau sig við okkar trúarbrögð....annars ...bara hem aftur !

Stefanía, 1.10.2008 kl. 00:40

6 identicon

Þið segið "Fordómar í garð múslima sérstaklega byggjast á þekkingarleysi og skorti á umburðarlyndi"  Í hvaða heimi búið þið eiginlega.  Magnað hvað einn trúarhópur er líka svona hrikalega misskilinn af öllum öðrum.  Langar að benda á vefsíðuna http://www.thereligionofpeace.com/   Vonandi rís aldrei moska á Islandi.

Ingi (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 07:29

7 identicon

Sammála höfundum greinarinnar. Það er annars merkilegt að sjá svona viðbrögð að það er til fólk sem ekki virðir lífsskoðanir annara. Hér kynnir fólk til sögunar andstöðu gegn trú- og lífsskoðunarfrelsi. Að vísu kemur það fram dags daglega t.d. í skólum þessa lands að þar hefur maður rekist á dæmi að ekki sé gert rað fyrir neinum öðrum lífsskoðunum annari en ríkiskristni.

Bjarni Jónsson (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 10:59

8 identicon

Halló eigum við að láta Bandaríkjamenn segja okkur eittvað um mannréttindi? Nei takk.

Fyrir mér er það kristal tært, að meðan Íslams trú mismunar okkur um allan heim, hafa þeir ekkert hingað með mosku að gera. Ég get ekki stundað neina aðra trú í öllum helstu vígum Íslams. Eins og t.d. Saudi Arabíu. Ég fæ t.d. ekki að bera kross eða Biblíu inn í landið. Hvað þá reisa hof eða kirkju. Látum þá laga það og þá skal ég fagna hér mosku.

Annað sem ræða ber, er sú staðreynd að moskur eru um allan heim mengandi. Ég er nokkuð viss um að þið Jóhann og Þorleifur mynduð ekki vilja mosku í ykkar bakgarð, sem vekur alt umhverfið með hávaðamengun oft á sólarhring. Fyrst ca. fjögur á morgnanna, og svo reglubundið langt fram á kvöld, langt eftir háttatíma barna ykkar. Farið fyrst til múslimalanda og upplifið það. Áður en þið óskið friðelskandi Íslendingum þess. 

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 14:03

9 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Ég er alveg sammála þér Jóhann. Það er okkur til skammar að virða ekki trú eða trúleysi annarra. Það er hellingur af moskum hér í Svíþjóð og ég hef ekki orðið vör við meiri háfaða frá þeim en kirkjuklukkunum og múslímar eru yfirleitt ekki vandamál hér. Auðvitað hafa þeir gerst brotlegir við lögin og jafnvel drepið stelpur sem hafa ekki farið eftir þeirra reglum, en það er dálítið um að kristnir karlar fari líka illa með konur og hafa jafnvel líka drepið þær. Við þurfum ekki að vera sammála öllu sem er sagt, en það er mikilvægt að allir hafi rétt til að tjá skoðun sína.

Ásta Kristín Norrman, 1.10.2008 kl. 19:38

10 identicon

Ásta komdu með statistík um að múslímar eru ekki til vandræða í Svíþjóð, því þegar ég bjó þar var það svo. Og málin sem komu upp voru ansi mörg og ég heyri á öllum þeim Svíum sem ég þekki að þeir hafa fengið nóg og að þeir sjái virkilega eftir undanlátsseminni við múslima.

Og sannarlega voru málin sem fjölluðu um "Heiðursmorð" miklu fleiri en góðu hófi gegndi og morð er morð. Misnotkun barna er alt annað mál, þótt graf alvarlegt sé, og gleymið ekki því hversu einangraðir fjölskyldumeðlimir múslima fjölskyldna eru , jafnvel í vestrænu samfélagi. Þeir koma ekki fram fyrir skjöldu af ótta við fjölskildu feðurna. Þess vegna fer minna um þeirra mál, en sannarlega eru gerendur þeirra á meðal enn fleiri, vegna uppeldis þeirra og samfélagsvenja þeirra úr þeirra múslima löndum. Þannig að við heyrum bara um brot af þeim. Þú sem kvenmaður ættir að upplýsa þig um brot karla gegn kvenfólki um allan heim í hinu múslímska samfélagi. Sem er alt frá algerri drottnun til þokkalegs lýðræðis. En samt ekkert í þá vegu sem dætur okkar upplifa hér á Norðurlöndum.

Þetta snýst ekki um að virða trú eða trúleysi, Íslamstrú er alls ekki slæm að mínu viti, en eins og meirihlutinn túlkar hana og notar til að kúga konur, fáfrætt fólk og sakleysingja. Svo ekki sé mynnst á að fara herförum gegn öðrum trúarbrögðum  (jihad) Þangað til að þeir fara að lesa rétt Kóraninn, ber okkur að hefta útbreiðslu hennar hér á vesturlöndum þar sem þeir berjast gegn okkar gildum.

 Hvergi í heimi er meira frelsi í trúmálum en einmitt á Íslandi. Svo að ég kaupi ekki þessi rök að verið sé að brjóta á þeim.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 00:02

11 identicon

Svona ef fólk áttar sig ekki á muninum á kirkjuklukkum og bæna kalli múslímskra moska.

Þá hringja kirkjuklukkur aðeins til messu á sunnu og helgidögum. Þó aldrei fyrr en til 11 messu og aldrei seint á kvöldin. Nema að hættuástand sé.

En bænakall moska er alla daga ársins og byrjar alt frá um kl 04 á morgnanna og endar um 22 á kvöldin alt eftir staðsetningu og árstíma.

Og þar fyrir utan erum við að meirihluta Kristin þjóð, ekki múslímsk svo þeir ættu að aðlaga sig að okkur ekki við að þeim.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 00:26

12 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Arnór! ég hef engar tölur, en ég get tekið þau morð sem hafa verið framin hér í Svíþjóð á þessu ári. Hells angels hafa verið með uppgjör móti öðru glæpagengi og einhverjir hafa verið drepnir þar, veit ekki hverra trúar þeir voru. 10 ára stelpu var nauðgað og hún drepin af sænskum vörubílstjóra, veit ekki hvaða trúar hann var. Þýsk geðveik kona kom með lest frá þýskalandi og drap 2 börn fyrrum kærasta síns, veit ekki hverra r trúar hún var, en hún leit út fyrir að vera af þýskum ættum. Eg vil ekki vera að mæla öfgasinnum múslímum bót, en ég hef unnið með helling af múslímum og þeir eru bara eins og venjulegt fólk.

 Ég er trúlaus og tala ekki fyrir neinum trúarflokki. Hitt er annað mál að við höfum skrifað undir alþjóðlega mannréttindasáttmála sem skyldar okkur til að virða almenn mannréttindi, þar á meðal trúfrelsi. Ef við getum ekki treyst okkur til þess að virða trúfrelsi múslima, verðum við að segja upp þessum sáttmála og setja okkur í hóp með þeim löndum sem þar sitja.  Ég hélt að íslendingar vildu teljast með siðuðum þjóðum.

Ásta Kristín Norrman, 2.10.2008 kl. 05:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband