Þarf nokkuð að prófa nemendurna?

Ég var í gær á mjög glæsilegri ráðstefnu um menntamál í íþróttahöllinni á Akureyri. Alls voru þátttakendur um 850 talsins og var fjöldi frábærra fyrirlestra og málstofa í gangi. Það var mjög ánægjulet að fá að halda eina málstofu þar sem umræðurnar urðu mjög góðar en málstofuna kallaði ég: "Þarf nokkuð að prófa nemendurna?" Það sem ég ræddi m.a. voru eftirfarandi atriði:

* Til hvers er prófað?

* Hverjar eru megináskoranir þeirra kennara sem prófa ekki eða halda prófum í lágmarki og gefa jafnvel ekki einkunnir?

* Verða nemendur latir, aga- og áhugalausir ef þeir fá ekki einkunnir?

* Hafa próf áhrif á hamingju nemenda, sjálfsmynd og tilgang lífsins?

Umræður voru mjög góðar enda málstofan vel sótt. Einn þátttakandi koma með mjög athgylisverða athugasemd þar sem hann sagði eitthvað á þessa leið: "Blóm sprettur ekkert betur þó alltaf sé verið að mæla það."

Ég bað þátttakendur einnig að hugleiða eftirfarandi og taka þessa pælingu með sér heim:

Nemendur og kennarar mæta til starfa að hausti. Þetta skólaár er alveg eins og öll önnur nema að einu leyti og það er að allir vita að þetta er síðasti veturinn sem nemendur og kennarar eiga eftir að lifa. Mynduð þið haga skólastarfi öðruvísi en vanalega vitandi þeta? Breytir þetta einhverju varðandi skólastarfið og ef svo er hverju? Nálgumst við viðfangsefni daglegs lífs öðruvísi ef við erum meðvituð um að við munum á endanum deyja frá þessu öllu saman.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Hverju myndir þú mæla með í staðinn til að mæla árangur? Stóri gallinn við sífelld verkefni jafnt og þétt yfir önnina (sem er náttúrulega jafnasta og besta aðferðin til að mæla árangur) er sá að vinnan fyrir kennarann er allt of mikil og það myndi eflaust setja skólana á hausinn að þurfa að borga fyrir þá vinnu.

Eins og "levelið" er í íslenskum grunnskólum er náttúrulega algjör óþarfi að hafa próf þar - þau eru náttúrulega óttaleg sýndarmennska því þó einhver skítfalli í 3. bekk fær hann samt að fara upp í 4. bekk eins og ekkert sé.

En í menntaskólum væri mjög áhugavert að reyna að losna við lokapróf eins og hægt er, því þau gera lítið annað en mæla hversu duglegir nemendur eru að undirbúa sig fyrir próf, hversu flinkir þeir eru að taka próf, og hvernig þeir eru upplagðir akkúrat þær 90 mínútur sem prófið stendur.

Ég kenni í dag tvo áfanga við menntaskóla.  Í öðrum er ég með lokapróf en hinn er próflaus og í staðinn eru 4-5 stór skilaverkefni. Með þessari seinni aðferð set ég í raun allt of mikla ólaunaða vinnu á sjálfan mig, en mér finnst árangurinn talsvert betri.

* Hverjar eru megináskoranir þeirra kennara sem prófa ekki eða halda prófum í lágmarki og gefa jafnvel ekki einkunnir?

Barnapössun? Það þarf náttúrulega að gera eitthvað til að maður viti að nemandinn hafi lært eitthvað en sé ekki bara glápandi út um gluggann allan daginn. Sá yrði varla eftirsóttur starfskraftur.

* Verða nemendur latir, aga- og áhugalausir ef þeir fá ekki einkunnir?

Sumir yrðu það eflaust og jafnvel mjög margir.... allavega ef það er engin umbun fyrir það að standa sig vel og engin "refsing" fyrir það að standa sig illa.

* Hafa próf áhrif á hamingju nemenda, sjálfsmynd og tilgang lífsins?

Eflaust ekki - því það er heldur ekki margt í "the real life" sem samsvarar lokaprófum. Verkefnavinna hinsvegar er oft svipuð því sem maður lendir í á vinnumarkaðnum og því góð og mikil þjálfun í því að skila af sér vönduðum og vel unnum verkefnum.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband