Ég veit ekki hver Egill Helga er. En ef það er karlinn í sjónvarpinu þá er hann rosa hallærislegur.

Það verður að segjast eins og er að það er dálítið gaman að þessum náunga Agli sem er svo oft í sjónvarpinu. Hann er líka með vefsíðu og félagi minn í Siðmennt Sigurður Hólm var að skiptast á skoðunum við hann á síðu þess fyrrnefnda þann 12. september s.l. og var til umræðu m.a. aðskilnaður ríkis og kirkju og kristni í skólum. Orðræðan er athyglisverð, gefum þeim orðið:  

 

Sigurður Hólm beinir orðum til Egils (umræðan komin af stað á undan): "Ef þú átt við fræðslu um kristna trú þá er ég (og Siðmennt) algerlega sammála þér. Hef alltaf verið þessarar skoðunar. Það hefur því komið mér á óvart stundum hversu neikvætt þú talar stundum um Siðmennt. Mér sýnist nefnilega baráttumál Siðmenntar vera baráttumál þín að mestu leyti
(http://skodun.is/2007/12/01/satt-og-logid-um-stefnu-sidmenntar/) ."

Egill svarar Sigurði Hólm: "Neikvætt um Siðmennt? Ég veit ekki hvað Siðmennt er. En ef það eru samtökin sem standa fyrir borgaralegum fermingum, ja, þá finnst mér þær rosa hallærislegar."

Þetta er eitt skemmtilegasta svarið sem ég hef heyrt þegar orðræða um álitamál er annarsvegar og væri tilvalið að nota það í kennslustund í heimspeki. Það sem Egill gerir svo snilldarlega er að allt í einu af einhverjum ástæðum sem eru mér ókunnar, breytir hann umræðuefninu frá því að vera um trúmál yfir í það hversu hallærislegar borgaralegar fermingar eru. Hvergi var rætt um borgaralegar fermingar á undan en allt í einu er hugtakið "hallærislegt" og borgaralegar fermingar aðalmálið í umræðunni.

Þetta er mjög þekkt taktík og hefur heimspekingurinn Martin Levander sýnt sambærileg dæmi í bók sinni "Heimspeki" sem út kom 1997. Kíkjum á tvö dæmi frá Levander í anda Egils.

"Lagafrumvarp Clintons forseta er ógnvænlegt og þar fyrir utan hefur hann haldið framhjá." (s.24)

Augljóst er að framhjáhaldið hefur ekkert með lagafrumvarpið að gera en hinsvegar er það notað til þess að gera lítið úr frumvarpinu og Clinton sem stjórnmálamanni.

Annað dæmi:

"Ofbeldisbrotum og dagheimilum hefur farið fjölgandi síðustu 20 árin. Er ekki kominn tími til að loka dagheimilum?" (s.27)

Levander tekur fram að þessi seinni röksemd hafi verið notuð  í samfélagsumræðunni í Svíþjóð vorið 1994 í fúlustu alvöru. Það er því óhætt að segja að það hafi verið einhver "Egill" í svíunum vorið 1994.

Tounge JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Þetta er ágæti ábending. 

Hér er umrædd umræða.

Svanur Sigurbjörnsson, 14.9.2008 kl. 13:54

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er þetta ekki skylt strámanninum ógurlega eða rauðu síldinni? Kannski líka dass af Ad hominem, eða þá bara bræðingur af öllu saman.

Þetta er svona Liggaliggalá orðræða, eins og ég kýs að kalla það.

Annars er ferming að mínu mati mjög vont orð í þessu samhengi. Það er komið af Confirmation eða staðfestingu. Þ.e. staðfesting á innvígslu rænulauss einstaklings í trúarkölt. Þið verðið að finna betra hugtak yfir þetta.

Þetta er þroskavígsla einhverskonar, á mörkum bernsku og fullmektugheita. Tími þar sem þessar litlu manneskjur eru komin með nef, eyru og skónúmer fullorðinnar manneskju, en enn með líkama barns. Einhverntíma kom ég með einhverjar tillögur um þetta í bréfi til Svans, en man þær ekki í svipinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.9.2008 kl. 23:29

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Blómi eða blómgun er kannski lýsandi. Hvort svo hátíð, fögnuður eða hylling er viðskeytið, má hugsa frekar. Vígsla er líka leiðinlegt orð og of tengt hjátrúariðnaðinum.

Leggjum höfuðið í bleyti.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.9.2008 kl. 23:37

4 identicon

Ferming er náttúrulega bara annað orð yfir mútur

DoctorE (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband