13.9.2008 | 14:49
Hörður Torfa langflottastur
Ég var einn af þeim fjölmörgu sem fóru á hausttónleika Harðar Torfa í Borgarleikhúsinu s.l. fimmtudag. Mjög vel heppnaðir tónleikar og Hörður sýndi svo ekki verður um villst hversu flottur karakter er þarna á ferð. Lífssýn hans og viðhorf eru mjög áhugaverð, heilbrigð og skemmtileg. Það er augljóst af textunum hans að á sínum tíma var hann langt á undan sinni samtíð. Og það besta við Hörð er án efa hversu sjálfstæður listamaður hann er. Ábyggilega er erfitt að vera listamaður á Íslandi í dag þar sem gylliboð gráðugra fyrirtækja sem allt vilja eiga freista. En Hörður hefur staðist þær freistingar. Í viðtali við 24. stundir sagði hann þar sem hann ræddi um sjálfstæði sitt:
"Nú held ég að megi fullyrða að ég sé eini sjálfstæði maðurinn. Ég er ekki í eigu neins fyrirtækis og það eru ekki neinir bankar á bak við mig."
Kærar þakkir Hörður.
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.