Vodafone blekkir börnin

Það verður ekki annað sagt en að sumum fyrirtækjum hér á landi sé vorkunn. Víða hefur mátt sjá á förnum vegi slagorð sem beint er til bankanna sbr "Bankanum þínum er sama um þig". En það eru ekki bara bankarnir sem eiga það til að begðast viðskiptavinum sínum. A.m.k. eitt fyrirtæki hefur gengið heldur lengra en að vera bara sama um viðskiptavini sína, það gengur svo langt að hreinlega blekkja börn og unglinga og ég trúi ekki öðru en það sé gert vísivitandi. Og hér kemur sagan af fyritækinu sem notfærir sér sakleysi og reynslusleysi barna sér í hag:

Í sumar fékk sonur minn 15 ára gamall að kaupa sér símatilboð hjá Vodafone sem gekk út á það að hann gat hringt í fimm vini sína ókeypis í einn mánuð óháð símakerfi og síðan átti inneignin að gilda í sex mánuði. Gott og vel, vissulega gott boð að mínu mati. En Vodafone hafði greinilega ætlað sér að gera eitthvað annað heldur en að hugsa um hag viðskiptavna sinna. Því nú kemur framhaldið og þá fer nú siðleysið og blekkingarleikurinn heldur betur að segja til sín. Og takið eftir því að Vodafone er hér í samskiptum við 15 ára gamalt barn, barn sem veit ekki betur en að fyrirtækið vilji heiðarleg
samskipti.

Um það leyti sem tilboðsmánuðurinn er að renna út og sonur minn þarf að fara að huga að því að hann getur ekki lengur hringt frítt í fimm vini sína berast sms skilaboð í síma hans frá Vodafone sem hljóða svo:

  "Skítt með sumarið! Sumartilboði okkar 5 vinum hefur verið framlengt til 31 okt. Hringdu fríkeypis í 5 vini óháð kerfi. Lifðu núna,
Vodfone."

Hvað segja þessi skilaboð okkur? Jú syni mínum datt ekki annað til hugar í barnslegu sakleysi sínu en hann mætti halda áfram að hringja í fimm vini sína til 31. október. Hann heldur síðan áfram að hringja í vini sína í þeirri trú að hann geri það frítt eftir að hafa fengið umrætt skeyti frá Vodafone, þar til hann tekur eftir því að inneignin er bara allt í einu búin.

Í skilaboðinu er ekki tekið fram að hann þurfi að gera eithvað til þess að geta hringt áfram í vini sína frítt. Ég hringi því í þjónustuver Vodafone og spyr hvernig standi á því og svörin sem ég fæ eru meira en lítið undarleg. Í fyrsta lagi fæ ég að vita það að hann hefði átt að leggja inn 1000 kr til þess að tilboðið héldi áfram. Gott og vel allt í lagi með það en þá spyr ég hversvegna kom það ekki fram
í skeytinu? Svarið sem ég fékk var að það væru takmörk fyrir því hversu löng sms skeyti gætu verið. Ok þá spyr ég hvort það hefði ekki verið nær að sleppa slagorðunum í skeytinu og koma að mikilvægustu upplýsingunum. En nei svarið varð alt í einu orðið þannig að hann (15 ára gamall) átti bara að vita öll smáatriði í samningnum. Gott og vel hér gerist Vodafone sekt um að misnota aðstöðu sína í markaðssetningu sinni. Og ég spyr Vodafone núna: Þar sem það var móðir
drengsins sem greiddi á netinu fyrir tilboðið hversvegna var henni ekki send þessi skilaboð? Er ekki rangt og kannski ólöglegt að senda börnum póst frá fyrirtækum beint? Er það ekki reglan þegar fyritæki senda börnum póst að senda hann til foreldranna eða til ábrgðamanna barnanna?

Í ljósi þessara samskipta get ég ekki gert annað en að hvetja fólk til þess að hafa varann á í samskiptum sínum við Vodafone og ekki síst þegar börn og unglingar eru annarsvegar. Við vitum það vel að unglingar nota síma mikið og því ansi hart að ekki sé hægt að treysta því símafyrirtæki sem börnin eiga viðskipti við. En ljóst er að þetta mál er langt í frá lokið og full ástæða er að gera umboðsmanni barna viðvart og að sjálfsögðu Neytendasamtökunum, neytendasíðu Dr. Gunna og kannski fleirum. Og svo er bara að fara að leyta sér að öðru símafyrirtæki þó ekkert sé tryggt með að önnur símafyrirtæki hafi betri siðferðisviðmið.
En ef Vodafone hefur einhvern snefil af sómakennd mega þeir hafa samband við mig.
JB

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

voÐafone.

Getum við íslendingar yfirhöfuð treyst fyrirtækjum á þessu volaða skeri þar sem helsti tilgangur allra er að hafa sem mest af viðskiptavinum sínum... þar sem einu áhyggjur manna af spillingu er að komast ekki í hana sjálfir, þar sem enginn ber ábyrgð nema skrælingjarnir..
It sucks

DoctorE (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 20:57

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Yodafone, the connection is not with you!

Ætti slagorð þeirra að vera! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.9.2008 kl. 23:01

3 identicon

Þar að auki tapaði Vodafone hugsanlega 1000 kallinum sem viðskiptavinurinn hefði hugsanlega eytt í nýja inneign. "Þetta eru asnar Guðjón".

Magnús (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 08:30

4 identicon

Hef nákvæmlega sömu sögu að segja, nema í okkar tilfelli var það Síminn, ætlaði að fara skipta yfir í Vodafone, en held ég hætti við eftir þessa reynslu ykkar.  Það er greinilega alveg sama hver koppurinn er, allir jafn skítugir.

Sigurlaug Gísladóttir (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 08:54

5 Smámynd: Jóna María Þorgeirsdóttir

Ég er búin að vera viðskiptavinur hjá Símanum frá því ég fékk fyrst sima þegar ég var 11 ára, Ég er búin að vera með símavin þar í nokkur ár og mér var upplýst í upphafi að það þyrfti að fylla á 1000 kr. rafrænt  á mánaðarfresti, svo fæ eg alltaf bara sms sirka 5 dögum áður en tilboðið verður útrunnið að það se að verða útrunnið og ég þurfi að fylla aftur á rafrænt til að halda áfram. Ég get ekki sagt nema ég sé mjög ánægð með símann. Hef enga reysnlu af vodafone.

Jóna María Þorgeirsdóttir, 10.9.2008 kl. 09:29

6 identicon

Kemur mér ekki á óvart.  Sjálfur er ég viðskiptavinur Símans og fæ himinháa reikninga í hverjum mánuði.  Ég fór því könnunarleiðangur milli símafyrirtækjanna og reyndi að gera samanburð miðað við mína notkun, frá mánuði til mánaðar.

Skemmst er frá að segja að varla var nokkur leið að finna út úr gjaldskrám Símans og Vodafone, þvílíkt flóknar og öll svör þjónustufulltrúa þeirra loðið og full af alls kyns fyrirvörum.

Hjá Nova kvað við annan tón.  Upplýsingarnar voru skýrar, einfaldar og gjaldskráin gagnsæ.  Að auki tók þjónustufulltrúinn afrit af síðasta reikningi Símans og reiknaði út fyrir mig hvað þessi tuttugu og fjögurþúsund króna reikningur myndi kosta mig þar.

Svar hans barst mér degi síðar:  Miðað við notkun síðasta mánaðar myndi reikningurinn lækka úr 24 þús. í tæpar 6 þús. kr.  Um næstu áramót myndi kostnaðinn aftur hækka þannig að reikningur Nova færi í 7.700 kr.  

Eftir að hafa séð þetta og skoðað aðra þætti ákvað ég að segja bless við Símann og flytja allt mitt til Nova.  Þar hefur allt staðið undir væntingum, frábær þjónusta og einföld gjaldskrá.

Er það ekki það sem neytendur vilja?

Sleggjan (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 11:28

7 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Ég er hjá Nova og er mjög ánægð með mín viðskipti þar. Ég er líka með internetið þar ( punginn) og borga 2000.- kr. á mánuði fyrir það og síðan hringi ég frítt í alla sem eru hjá Nova með sín símaviðskipti. Nova þarf bara að ná fleirum kúnnum til sín svo maður fari að hringja sem mest frítt. Áfram NOVA !

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 10.9.2008 kl. 13:06

8 identicon

Sammála. Eg er líka kominn yfir í NOVA og þeir sem ég hringi mest í líka. Nú er bara að vona að þeir smali ekki öllum yfir til sín og hækki svo gjaldskrá :)

En eníhú .... er á meðan er og símareikningarnir hjá mér og frúnni eru komnir niður um 80% 

Karl H (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 15:38

9 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Klukkaður Jóhann

Kveðja Asta

Ásta Kristín Norrman, 13.9.2008 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband