Kreppan ógurlega er á Akranesi

Óskað hefur verið eftir því að Akraneskaupstaður taki við allt að 30 manna hópi palestínskra flóttamanna, einstæðum mæðrum og börnum þeirra. Konur þessar búa í flóttamannabúðum í Írak við eftirfarandi aðstæður skv upplýsingum frá yfirvöldum:

Fólkið býr í tjöldum þar sem hitastigið getur sveiflast frá frosti upp í 50 gráðu hita. Aðbúnaður er allur mjög slæmur þar sem fólki stafar ógn af snákum og rottum. Læknisþjónustu er aðeins hægt að fá í 400km fjarlægð frá búðunum og enginn sjúkrabíll er til þess að flytja fólkið. Þar að auki stafar mikil hætta af því að eldur brjótist út í búðunum og börnum stafar mikil hætta af stöðugri umferð flutningabíla.

En það er alveg borin von að hægt sé að taka við fólkinu að mati Magnúsar nokkurs Þórs vegna þess að ástandið á Akranesi er svo slæmt. Hann er svartsýnn á að skólinn geti tekið við börnunum, sjúkrahúsið er líklega ekki í stakk búið að taka við flóttamönnum (þó ekki sé ætlast til þess að þeir setjist að í sjúkrahúsinu), atvinnuleysið er komið og kreppan er farin að bíta. Þar fyrir utan er ekki möguleiki á því að finna nokkurn einasta mann sem kann að tala við svona fólk (þrátt fyrir þokkalegt menntunarstig þjóðarinnar). Þannig að ástandið er að komast á það stig á Akranesi að við hér í Reykjavík þyrftum að fara að skipuleggja neyðarsöfnun fljótlega.

Svo kom Heimir nokkur Karlsson útvarpsmaður með þann stórmerkilega punkt inn í umræðuna í morgun sem stjórnvöld þurfa án efa að taka mið af, en hann sagði að við íslendingar værum skuldsettasta þjóð í heimi. Já við íslendingar ættum að huga að því hvað við eigum það bágt þegar við setjumst upp í Landkrúserana okkar. Skuldugt fólk hlýtur því að vera mjög fátækt fólk ekki satt? Og fátækt fólk getur ómögulega hjálpað öðrum, ekki satt? Skarpur Heimir!

Jú ætli það sé þá ekki bara best að konurnar verði áfram með börnin sín í tjöldunum sínum í flóttamannabúðunum af því að við íslendingar erum svo ægilega fátæk. Þær munu hvort sem er eflaust hafa það miklu betra þar heldur en í kreppunni uppi á skaga.

En við erum samt kristin þjóð ekki satt? Jú jú við höfum tileinkað okkur kristilegan kærleika, en við getum bara ekki sýnt hann í verki af því að við erum svo ægilega fátæk. Við kannski gerum það ef við verðum rík, en það verður ekki nærri því strax af því að kreppan er komin.

JB 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Oh hvað þetta er góður pistill!!

Það eru engin takmörk fyrir því hvað þetta lið þarna í Frjálslynda flokknum er fíflalegt!

Heiða B. Heiðars, 14.5.2008 kl. 16:02

2 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Þetta eru náttúrulega bara fífl, algjör fífl. Það er eiginlega ekkert annað um málið að segja, nema þá kannski það að helsta fíflið úr sögunni, Magnús Þór Hafsteinsson mun láta af störfum sem formaður félagsmálanefndar bæjarins. Bæjarfulltrúar tóku það nefnilega óstinnt upp hvað formaður þeirrar nefndar var mikið fífl. Ég vona að einhver betur gefnari verið kosinn í staðinn.

Jóhann Pétur Pétursson, 14.5.2008 kl. 17:01

3 Smámynd: Elín Sigurðardóttir

Það er merkilegt að hægt sé að líta á heimin sem "okkur" og "þau" og af því að einhverjir hafa fæðst einhversstaðar annarsstaðar tilheyra þau "þeim" en ekki "okkur". Hvernig væri að sýna náungakærleika í verki og taka á móti þessu fólki með sóma. Móðir mín var einstæð og ég lít á það sem algjöra tilviljum að hafa fæðst á Íslandi.

Elín Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 20:25

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Frábær pistill!

Georg P Sveinbjörnsson, 14.5.2008 kl. 21:51

5 identicon

Ég er ekki á sama máli  og þeir sem eru svo góðir að þeir verði að bjarga heiminum en margir hafa reynt það en engum tekist. Einhvers staðar standa orðin "líttu þér nær".

Örugglega eru enhverjir hér á Akranesi sem þarfnast hjálpar og því fólki býðst ekki vist í öðrum löndum.

Akurnesingar eru tiltölulega í góðum málum hvað varðar húsnæði og atvinnu og ættum við að reyna að stuðla að þeirri stöðu með öllum ráðum. Það er ekki að þakka einhverjum meirihluta í Bæjarstjórn að svo er. Bæjarstjórn hefur enga burði til að halda uppi atvinnu á Akranesi það hafa aðrir gert, hvort sem Karen Jónsdóttir verði allt í einu á hægri hlið stjórnmála og yfirgefi þá vinstri, rétt si svona, eða ekki.

Baldur Ólafsson (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 21:52

6 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Góð grein hjá þér Jóhann.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 14.5.2008 kl. 22:01

7 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Takk fyrir góða grein. Þetta er besta grein sem ég hef séð um þetta mál til þessa.

Það sem ég hef mestar áhyggjur af er að þessi umræða öll verði til þess að skemma fyrir því hvernig tekið verður á móti konunum og fjölskyldum þeirra þegar þær svo koma til landsins. Magnús Þór hefur notað það óþokkabragð að reyna að etja saman Íslendingum sem hafa það slæmt og væntanlegum flóttamönnum. Þannig ýtir hann undir rasisma og fjandskap. Það finnst mér ógnvænlegt. Ég er hins vegar fegin því að búið sé að setja hann út í kuldann í pólíltíkinni á Skaganum. Er hann ekki annars frá Vestmannaeyjum sjálfur?

Ingibjörg Stefánsdóttir, 15.5.2008 kl. 09:44

8 Smámynd: Arnar Hólm Ármannsson

mér finnst þessi grein bara leiðinleg ef ég á að segja alveg eins og er, það eru nú ekkert allir kristnir skal ég ykkur segja, af hverju eiga íslendingar að bjarga öllu og öllum?

það á bara eftir að enda á einn slæman veg ef við höldum svona áfram og það vita allir hvað það er......

Arnar Hólm Ármannsson, 17.5.2008 kl. 20:59

9 identicon

Kæri Jóhann.

Þú spyrð.

Jú ætli það sé þá ekki bara best að konurnar verði áfram með börnin sín í tjöldunum sínum í flóttamannabúðunum af því að við íslendingar erum svo ægilega fátæk. Þær munu hvort sem er eflaust hafa það miklu betra þar heldur en í kreppunni uppi á skaga.

Þó að þau komi ekki uppá Skipaskaga þá er ekki þar með sagt að þau þurfi að vera flóttamannabúðum í Írak.

Ríkisstjórn Íslands hefði við þessar aðstæður geta spurt sem svo: Hvaða sveitarfélag er tilbúið að taka á móti 30 manna hópi palestínskra flóttamanna.

Það gæti búið til dæmis í Hveragerði eða á Selfossi eða í Vogum á vatnsleysuströnd eða á Álftanesi eða jafnvel í Reykjanesbæ eða í Mosfellsbæ eða í Borgarnesi. Ég nefni þessi bæjarfélög sem dæmi.

Svo hefði ríkisstjórnin Íslenska geta gert annað til dæmis spurt

ríkisstjórninna Dönsku hvort þau gætu ekki tekið á móti 30 manna hópi palestínskra flóttamanna. eða spurt

ríkisstjórninna Norsku hvort þau gætu ekki tekið á móti 30 manna hópi palestínskra flóttamanna. eða spurt

ríkisstjórninna Finnsku hvort þau gætu ekki tekið á móti 30 manna hópi palestínskra flóttamanna. eða spurt

ríkisstjórninna Sænsku hvort þau gætu ekki tekið á móti 30 manna hópi palestínskra flóttamanna. eða spurt

ríkisstjórninna Færeysku hvort þau gætu ekki tekið á móti 30 manna hópi palestínskra flóttamanna.

Bestu kveðjur

Jón Þórarinsson

Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 05:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband