Á nýjum skóm

112 ungmenni tóku þátt í borgaralegri fermingarathöfn Siðmenntar á sunnudaginn. Athöfnin fór vel fram. Þau Eva María Jónsdóttir og Þórarinn Eldjárn rithöfundur fluttu ávörp. Ávarp þórarins er komið á vef Siðmenntar og finnst á eftirfarandi vefslóð:

http://www.sidmennt.is

 

JB 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ferming? Hvað voru þau að staðfesta?

Kær kveðja, Guðmundur

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 16:45

2 Smámynd: Jóhann Björnsson

Þegar skip eru fermd eru þau þá að staðfesta eitthvað?

Jóhann Björnsson, 30.4.2008 kl. 17:20

3 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sem sagt áfylling - annars fermdist annar sonur minn borgaralega eftir að hafa byrjað fermingarfræðslu í kirkjunni. Eftir nokkur skipti kom hann og sagðist ekki hafa áhuga á fermingu og þeirri fræðslu sem boðið var upp á. Leið svo og beið og um áramót sagðist hann hafa kynnt sér borgarlega fermingu og bað okkur að hringja. Hann var mjög ánægður með sína fermingu og sinn fermingardag. Ef það var áfylling - var það áfylling gagnrýninnar hugsunar. Það er nokkuð.   

Kristín Dýrfjörð, 30.4.2008 kl. 17:40

4 identicon

Þau er sumsé fermd í sama skilningi og skip - og verða þá væntanlega affermd þegar á líður. Takk fyrir greinargott svar.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband