Borgaraleg ferming haldin í tuttugasta skipti sunnudaginn 27. apríl n.k.

Hátíðar- og útskriftarathöfn borgaralegrar fermingar fer fram sunnudaginn 27. apríl í Háskólabíói. Þetta er í 20. skiptið sem borgaraleg ferming er haldin á Íslandi. Alls tóku 115 börn þátt fermingarundirbúningi Siðmenntar í ár frá öllum landshornum ásamt nokkrum búsettum erlendis sem voru í fjarnámi.

Athöfnin er útskriftarhátíð haldin í kjölfarið á þriggja mánaða námskeiði í lífsleikni og siðfræði og er hátíðleikinn hafður í fyrirrúmi. Fermingarbörnin koma fram, flytja tónlist, dans, ljóð, og ávörp, auk þess sem þjóðþekktir einstaklingar fara með stuttar ræður. Í ár munu þau Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður og Þórarinn Eldjárn, rithöfundur, ávarpa gesti.

Fyrri athöfnin hefst kl 11:00 og seinni kl 13:30 og eru þær opnar öllum. Siðmennt, félag siðrænna húmanista hvetur fólk sem vill kynna sér borgaralega fermingu til að mæta og upplifa þessa útskriftarathöfn fermingarbarnanna af eigin raun.

Nánari upplýsingar gefur Jóhann Björnsson s: 844 9211 og Hope Knútsson s: 694 7486

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Það er naumast.  En hversvegna að kalla þetta fermingu? Hvernig væri að sleppa því orði og finna nýtt, þá er þetta fullkomlega aðskilið frá Kristinni trú.  ?  Ég er hinsvegar fullkomlega sammála því að ungt fólk sem er ekki að "fermast" í hjarta sínu sakir trúar, ættu að fara í gegn um ferlið út frá sjónarmiði siðmenntar slíkt er bara heiðarlegt hitt ekki. 

kv.

Linda, 25.4.2008 kl. 17:10

2 identicon

Jóhann getur nú betur svarað þessu en ferming (confirmation)er ekki sérkristið hugtak né orð.

Margrét (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband