1.3.2008 | 21:59
Önnur veraldleg gifting á vegum Siðmenntar
Eins og eflaust margir vita stóð Siðmennt fyrir veraldlegri giftingu s.l. haust. Var það í fyrsta sinn sem félagið stóð fyrir slíkri athöfn. Nú í kvöld stóð félagið fyrir sinni annarri veraldlegu giftingarathöfn. Félagið hefur reyndar ekki lagalega heimild til að gefa fólk saman og þurfa pörin því að fara til sýslumanns áður en fulltrúi frá Siðmennt stýrir hátíðlegri athöfn þar sem pörin játast hvort öðru og setja upp hringa frammi fyrir vinum og vandamönnum. Veraldlegar athafnir sem þessar hafa lengi tíðkast í nágrannalöndum þar sem systurfélög Siðmenntar s.s. Human Etisk Forbund í Noregi og British Humanist Association hafa skipulagt. Í sumum löndum hafa félög sambærileg Siðmennt full lagaleg réttindi til að gefa fólk saman og þarf fólk þá ekki að leita til sýslumanna til þess að öllum skilyrðum giftinga sé fullnægt.
Í ljósi þess að fleiri veraldlegar giftingar á vegum félagsins eru fyrirhugaðar á þessu ári er ástæða til þess spyrja stjórnmálamenninna hvenær þeir hafi hugsað sér að gera breytingar á lögum þannig að Siðmennt fá fullgilda lagalega heimild til þess að gefa fólk sama?
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er ekki rökréttara að fara frekar Frönsku leiðina? Allir verði að fara til "fógeta" og geta svo látið hvaða "kuklara" sem er blessa sambandið ef það er svo innstilt.
Persónulega finnst mér þetta eina sem "meikar sens". Eða hreinlega að leyfa þá fólki að gera þetta sjálft. Bara að skila inn eyðublaði með vottum. Alger óþarfi að vera að gera þetta flókið.
Allt þetta "veraldleg" eða "borgaraleg" finnst mér eins og slæmur brandari.
G. Tómas Gunnarsson, 2.3.2008 kl. 04:20
Veraldleg gifting; eru ekki allar giftingar veraldlegar?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.3.2008 kl. 16:25
Er sammála Tómasi, gifting á að vera veraldleg athöfn sem allir þurfa að ganga í gegnum. Síðan geta menn haldið upp á gjörninginn hvernig sem þeir vilja.
Guðmundur Auðunsson, 6.3.2008 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.