30.12.2007 | 13:43
Jerúsalemheilkenniđ
Núna um jólin bárust fregnir af Jerúsalemheilkenninu svokallađa. Kunningi minn sendi mér eftirfarandi frétt af ţessu undarlega heilkenni:
"Í Jerúsalem er lögreglan međ sérstaka vakt sem sér um ferđamenn sem ár hvert koma til Jerúsalem međ svokallađ Jerúsalem-heilkenni.
Ţetta er mest áberandi á jólunum og af einhverri ástćđu eru ţađ ađallega ferđamenn frá smábćjum í Skandinavíu og Bandaríkjunum sem fá "Jerúsalem-heilkenniđ".
Ţađ hefur gengiđ á ýmsu gegnum tíđina, til dćmis gekk sextug kona fyrir nokkrum árum níu kílómetra leiđ um miđja nótt og fannst nćsta morgun í Betlehem, viđ gröf Rakelar. Hún mundi ekkert frá nóttinni, ađeins ađ hún hafđi fengiđ teikn á hótelherberginu kvöldiđ áđur.
Í annađ skipti hélt kona sem var á ferđ međ kristnum hópi ađ hún vćri María mey. Sveipuđ hvítu laki gekk hún af stađ frá hótelinu og hóf ađ predika ađ fólk ćtti ađ hćtta ađ syndga.
Ţetta hljómar kannski eins og eitthvađ sem er í versta falli broslegt, en í Jerúsalem líta yfirvöld á ţađ sem alvarlegt vandamál ađ ferđamenn séu á ferli á nćturnar og hagi sér undarlega. Ţess vegna er sérstök lögreglusveit sem sér um ţennan ţátt löggćslunnar.
"Ţetta er langverst um jól og páska," segir Victor Wadhawkar, sem nú er kominn á eftirlaun, en starfađi í fjórtán ár međ sérsveitinni. Sérsveitin fćr ađ međaltali eitt Jerúsalem-tilfelli á mánuđi, en á hverju ári eru 30-40 einstaklingar lagđir inn á sjúkrahús međ ţetta sérkennilega syndróm.
"Ţetta er frekar sjaldgćft og Jerúsalem-syndrómiđ er ekki alvöru nema viđkomandi hafi aldrei áđur ţjáđst af geđröskunum. Helst gerist ţetta í fyrsta skipti sem fólk heimsćkir landiđ helga," segir Gregory Katz, yfirlćknir á Givat Shaul Mental-sjúkrahúsinu.
Ţó ţađ sé ţekkt aftur til miđalda ađ pílagrímar sjái sýnir og breyti hegđun sinni í Jerúsalem eru ţeir til sem halda ţví fram ađ Jerúsalem-syndrómiđ sé alltaf hluti af geđsjúkdómi sem viđkomandi ţjáđist af fyrir.
Gregory Katz segir ţetta hinsvegar óháđ öllu öđru og áriđ 2000 birtist í hinu virta tímariti British Journal of Psychiatry grein eftir Katz um ţetta ástand.
Ţar segir hann međal annars frá ţví hvernig sjúklingarnir verđi haldnir ţvottaáráttu og finni fyrir knýjandi ţörf til ađ syngja sálma."
Nú er bara spurning hvort einhver hafi skýringu á ţessu undarlega heilkenni?
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:45 | Facebook
Athugasemdir
Eru ţessi viđbrögđ lögreglunnar kannski ein ástćđa ţess ađ Jesús hefur enn ekki lagt í ađ snúa til baka?
Ár & síđ, 30.12.2007 kl. 16:15
Eru Ţetta ekki trúleysingjar og vantrúarfólk sem skyndilega fá andann yfir sig í heilagri borg.
Ég sá eitt sinn svona "Jesús" áriđ 2001 í Jerúsalem og á einhvers stađar ljósmynd af honum. Ţađ var ljóshćrđur Jesús. Mér varđ um og ó. Mađurinn lét svo illa. Svo komu einhverjar nunnur og vildu róa hann. Ţá sagđi kauđi: "Oh, I am sooo happy to see you, my sisters". Ţegar ég fjarlćgđist ţennan mann, sá ég tvo lögreglumenn koma á hlaupum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.12.2007 kl. 16:24
Ţađ eru alltaf ađ koma fram nýir og nýjir "Jesúsar" eđa menn sem telja sig gegna svipuđu hlutverki og hann. Sjálfur kynntist ég vel einum slíkum hér á klakanum, Dr. Benjamín Eiríkssyni, miklum prýđismanni. En ţví miđur, eiga flestir ţeirra ţađ sameiginlegt, ađ vera ofsóttir og síđan drepnir, reyndar eins og Orginallinn.
Sigurđur Ţórđarson, 30.12.2007 kl. 19:05
Ég sá svona heilkenni í sjónvarpinu áđan í beinni útsendingu hjá Agli. Ţar ţrćtti ljóshćrđ kona fyrir ţátt Sjálfstćđisflokksins í REYmálinu.
Kristján Sigurđur Kristjánsson, 30.12.2007 kl. 20:02
Carl Jung, sálfrćđingurinn frćgi, segir frá ţví í einni bók sinni ađ hann hafi aldrei treyst sér til ađ ferđast til Rómar vegna ótta um ađ ganga af vitinu ţegar hann kćmist í snertingu viđ undiröldu sögunnar. Ţú ćttir kannski ađ leita til hans eftir skýringum.
Ţorsteinn Siglaugsson, 30.12.2007 kl. 22:55
Ég lendi líka alltaf í Horas-heilkenninu ţegar ég er í Egyptalandi 25 desember og enda rammvilltur í píramíta.
ţetta tengist eitthvađ afstöđu himintungla er mér sagt ;)
Sćvar Finnbogason, 31.12.2007 kl. 02:08
Ţađ er einnig mjög algengt ađ fólk, sem fer yfir um á sýru eđa öđrum hugbreytandi efnum, verđi Jesúsar. Man eftir einum Skólabróđur í MHÍ sem skynndilega var kominn á sandala niđur á hlemm og farinn ađ blessa fólk, hćgri vinstri. Ég held ađ hann sé enn í karakter 30 árum síđar.
Jón Steinar Ragnarsson, 31.12.2007 kl. 08:45
Ansi áhugavert !
Google fann Reuters-grein úr Scientific American um ţetta heilkenni og ţar er meir ađ segja smá umrćđa. Gagnrýnisröđđin og Google leiddi mér svo til Wikipediu. Ţar er ágćtis grein um ţetta og niđurstađan virđist vera ađ ţetta heilkenni sennilega komi öđru fremur fram hjá ţeim sem eru eđa hafa veriđ veikir fyrir.
Íslenski textinn hér ađ ofan virđist koma frá vefsetrinu eyjan.is
Morten Lange, 31.12.2007 kl. 11:59
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.