29.12.2007 | 12:20
Nú er það algjört "möst" að eiga bjórdælu
Hafið þið heyrt um bjórdæluna sem er að slá í gegn hér á landi? Ég hafði heyrt um fótanuddtækið sem sló í gegn hér um árið en ég var bara að frétta það í morgun að nú er komið að bjórdælu nokkurri að slá í gegn. Max raftæki leggja undir sig heila síðu í Fréttablaðinu til þess að reyna að koma því að hjá landanum að nú sé algjört "möst" að eiga bjórdælu. Þeir hjá Max segja hana slá í gegn, lofa áramótaglaðningi með í kaupunum og tvö glös fylgja þar að auki (þeir segja að maður þurfi samt sjálfur að setja bjórinn í glösin, dálítið fúlt það). Er þetta ekki alveg ómótstæðilegt? Ég vildi bara að ég væri ekki svona hrifinn af flöskubjór því þá er aldrei að vita nema maður næði sér í eins og eina dælu.....dælu sem tæki sig vel út við hliðiná fótanuddtækinu.
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Toppurinn er auðvitað að láta dæluna ganga í fótanuddtækið og drekka svo úr því barmafullu.
Ár & síð, 29.12.2007 kl. 13:46
Verst að hlutabréfamarkaðurinn skuli hafa hrunið í haust. Annars hefði þetta væntanlega verið kampavínsdæla!
Þorsteinn Siglaugsson, 29.12.2007 kl. 15:10
Maður fer sveimér að hugleiða hvort eitthvað sé til þi þessu með síðustu tíma hjá trúarvitfirringunum. Ég fór að hugleiða það alvarlega, þegar svokallaða sólbaðstofugengi rændi sjoppu með ofbeldi og hótunum til að afla fjár fyrir ljósatímum. Þetta er í anda þessa. Skildu hinar jólagjafirnar hafa verið Rip-fuel og klámmyndir?
Jón Steinar Ragnarsson, 29.12.2007 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.