Ólívuolía er búin til úr ólívum, en úr hverju er barnaolía búin til?

Nemandi minn einn kom til mín í gær og sagði: "Heyrðu Jóhann" "Já" svaraði ég. "Ólívuolía er búin til úr ólívum, en barnaolía úr hverju er hún búin til?" "Ja þú segir nokkuð".

Ekki gat ég svarað þessum unga manni og því leita ég til ykkar lesendur góðir með þessa spurningu.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fræðingur

Jarðolía og ilmefni.

Fræðingur, 21.12.2007 kl. 14:50

2 Smámynd: Gunnar Kristinn Björgvinsson

Get ekki svarið fyrir það....

En hins vegar get ég ekki skilið þá sem hafa geð í sér að ganga með kvenleðurhanska.  Það finnst mér mannvonska.

Gunnar Kristinn Björgvinsson, 21.12.2007 kl. 20:35

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

tja, eða unaðsolía?

Brjánn Guðjónsson, 22.12.2007 kl. 01:08

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Pottþétt ekki börnum.  En líklega einhvers konar jurtarolium, væri ekki hissað ef það væri olivuolía í því.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.12.2007 kl. 01:35

5 identicon

Bensínvélar brenna bensíni, díselvélar díselolíu, en kaffivélar, hverju brenna þær ?

Með spurningakveðju

Sigurkarl (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 09:11

6 Smámynd: Jóhann Björnsson

Ég vona að ég hafi ekki skemmt jólin fyrir félaga Samhyggð en bara svo allt sé nú á hreinu þá var spurning unga mannsins fyrst og fremst brandari af hans hálfu og ætlaðist hann ekki til þess að ég færi í efnafræðirannsóknir á barnaolíu. Þó Samhyggð hafi heyrt brandarann fyrir 30 árum síðan þá var ég að heyra hann í fyrsta skipti hjá nemanda mínum og er í sjálfu sér engin ástæað til þess að vskammast sín fyrir að vita ekki, eða hafa ekki heyrt alla hluti. Er ekki stundum ágætt að vera minnugur orða Sókratesar þar sem hann sagði: "Það eina sem ég veit er að ég veit ekki neitt." Eflaust hefði Samhyggð híjað á Sókrates væru þeir samtímamenn.

En hvað um það kæri Samhyggð, upp með léttleikann, smá húmor drepur engann.

Jóhann Björnsson, 22.12.2007 kl. 11:40

7 identicon

Ekki hafa áhyggjur af herra Samhyggð, hann er grín "à la Sylvía Nótt". En ég hefði mikið gaman af að komast að því hvar maðurinn (ja eða konan) á bak við hann fann þessa mynd

 En kaffivélar ganga fyrir flugvélabensíni og koma frá Egilsstöðum um kaffileytið, eins og í: "kemurðu með kaffivélinni eða kvöldvélinni".

Linda (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband