Hvað komast margar ruslatunnur fyrir í íbúð nágrannans?

Brjálað veður á föstudaginn fór væntanlega ekki framhjá mörgum. Ruslatunnur og ýmislegt smálegt fauk um hverfið og því kom það mér ekki á óvart þegar ég fór á fætur umræddan dag að þrjár ruslatunnur af níu í húsalengjunni voru horfnar. Greinilega horfnar út í veður og vind. Mikill assgoti. Maður hefði átt að binda þær niður hugsaði ég. Þegar tók að líða á morgunin fór konan mín í leiðangur til að leita að tunnunum þremur sem horfnar voru og fann strax eina. Sú var merkt húsi númer 46 og hafði fokið heim að dyrum eigenda sinna. En okkar tunna og tunna næsta nágranna sáust hvergi þrátt fyrir nokkra leit. Jæja það hlítur að vera hægt að fá aðra tunnu þegar veðrið lagast hugsaði ég.

Nema hvað, kannski um einni klukkustund eftir að við höfuðum gefist upp á að finna tunnuna er bankað á dyrnar. Jú það er nágranninn, sá sem hafði líka tapað sinni tunnu. Hann vildi bara segja okkur að ruslatunnan okkar væri inni í íbúðinni hjá sér. Hafði hann verið svo vinsamlegur þegar hann sá i hvað stefndi að hann kippti okkar tunnu og sinni eigin inn í íbúð til sín og setti tunnu sameiginlegs nágranna í skjól við húsvegginn vegna þess að hann kom ekki nema tveimur tunnum fyrir í ganginum hjá sér. Ætli það hafi ekki ráðið úrslitum að okkar tunna fékk skjól innandyra að við höfðum gefið honum síld og síginn fisk  nýlega.

Svo þegar veðrið lagaðist var tunnan komin á sinn stað.  Já það er ómetanlegt að eiga góða nágranna, ekki síst þegar hvessir og ýmislegt lauslegt fer á flug.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Við settum okkar tunnu inn. Næsta morgun komu öskukallar. Þeir skildu eftir aðra tunnu hjá okkur. Um kvöldið setti karlinn minn 2 tunnur inn. Leit stendur enn yfir að eiganda tunnunnar.

Ragnheiður , 17.12.2007 kl. 01:13

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Gaman að heyra að nágrannakærleikur er enn til.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.12.2007 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband