Er allt leyfilegt í skólum sem ekki er beinlínis skaðlegt eða hættulegt?

Í þeirri umræðu sem fram hefur farið að undanförnu varðandi trúboð og skólastarf hafa ýmsir haldið því fram að trúboð sé nú í lagi þar sem enginn skaðist af slíku. Athyglisvert. Þessi röksemd leiðir hugann að almennari spurningu sem er all heimspekileg og gaman væri að fá viðbrögð við og er þessi:

Er allt leyfilegt í skólum og leikskólum sem ekki er beinlínis skaðlegt eða hættulegt?

Vinsamlegast skráið niðurstöður heilabrota ykkar í athugasemdir.

JB

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Áður var þetta kallað ,sem prestar vilja gera í skólum - Heilaþvottur

Halldór Sigurðsson, 4.12.2007 kl. 21:09

2 identicon

Það er ekki rétt að engin skaðist, við skulum hugsa fyrst og fremst um börnin og spá í hvað mun alveg örugglega gerast þegar börn sem tilheyra minnihlutahópum verða fyrir aðkasti vegna trúar, það er á tæru að slíkt mun gerast og undir niðri hjá foreldrum mun krauma hatur gegn þessum yfirgangi þjóðkirkju.
Vil einhver taka séns á að lítið barn lendi í einhverju svona, er kirkju og trúuðum sama svo lengi sem þau fá að traðka á öðrum til þess að bora því inn sem þau telja hinn eina sannleik...
Ekki ég, ég skrifa ekki undir og skora á alla sem hafa eitthvað líf í hjarta sínu að gera slíkt hið sama

DoctorE (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 08:47

3 identicon

Ágæta fólk, hefur eitthvert ykkar kynnt sér það námsefni sem notað er í kristinfræði/trúarbragðafræðikennslu í íslenskum grunnskólum ??

Ef þið finnið vott af trúboði eða einhverju álíka í þessu efni þá væri gaman að fá ábendingu um það. Svo er það núa bara þannig að fólk túlkar efnið á mismunandi hátt og krakkarnir líka   Þannig er nú það.

Jóhanna Guðríður (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 22:22

4 identicon

Ég á barn á leikskólaaldri. Í þeim leikskóla fer fram mikið starf og eitt af því sem gert er er að fara með krakkana í kirkju. Þau hafa farið nokkru sinnum (2-3).

Í bókakoffortinu sem er í leikskólanum og inniheldur bækur til útlána eru nokkrar bækur um krisnidóm. Einnig fer fram umræða um krisni sérstaklega á þessum tíma. Þetta er kanski ekki svo agalegt.

En það er ekki til nein bók um aðra trúsiði en krisni í bókarkoffortinu ekkert um Búddisma, Ásatrú, Hindú eða nokkra aðra trú.

Leikskólinn hefur aldrei farið í heimsókn til annara trúfélaga af nokkru tagi.

Né hefur verið rætt um aðra siði hjá öðrum trúfélögum þó gefist hafi næg tilefni á þeim 3 áum sem dóttir mín er búinn að vera í leikskólanum.

Þetta minnir óþægilega á trúboð.

Hilmar (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 11:39

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er afar ósmekklegt hjá Sigurði Hólm að kalla þetta óhróðursbréf kristilegt kærleiksblóm. Hvað fyndist ykkur Siðmenntarsinnum ef ég fengi eitthverja svona skítagusu og segði síðan að þetta væri algerlega í anda Siðmenntarmanna?

Þetta er augljóslega vanstillt manneskja sem sendir þetta bréf og það kallast að hengja bakara fyrir smið að kenna svona við kristilegan kærleika.

Theódór Norðkvist, 8.12.2007 kl. 20:39

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þessi póstur fór undir rangan þráð. Bið velvirðingar og það má eyða honum mín vegna.

Theódór Norðkvist, 8.12.2007 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband