Það er ótrúlegt að horfa upp á háttsetta og virta einstaklinga fara ítrekað fram með ósannindi um Siðmennt. Í laugardagskvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi fullyrti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, að Siðmennt væri á móti trúarbragðafræði og kristinfræði og taldi félagið jafnvel vera á móti jóla- og páskafríum. Í Staksteinum Morgunblaðsins, sunnudaginn 2. desember, heldur nafnlaus ritstjórn blaðsins hinu sama fram.
Þetta er allt rangt eins og margoft hefur komið skýrt fram í málflutningi Siðmenntar.
Þessar ranghugmyndir um stefnu Siðmenntar, sem andstæðingar félagsins setja reglulega fram, hafa margoft verið leiðréttar. Margoft! Stjórn Siðmenntar hefur fundað oftar en einu sinni í Menntamálaráðuneytinu og ég bara hélt að sjónarmið félagsins hefðu komist til skila þar á bæ. Siðmennt hefur aldrei verið á móti kristinfræðikennslu í skólum, Siðmennt er ekki á móti litlu jólunum, jólaleyfum, né páskaleyfum. En stundum er erfitt að ræða við fólk sem vísvitandi vill koma af stað ágreiningi og leiðindum eins og blaðamenn 24 stunda, Staksteinahöfundur Morgunblaðsins, biskup Íslands og nú síðast Menntamálaráðherra. Það er forkastanlegt að virtir aðilar í samfélaginu geti leyft sér að haga sér með þeim hætti sem áðurnefndir aðilar hafa gert. Að gera Siðmennt og félagsmönnum þess upp skoðanir sem ekki eiga við rök að styðjast og birta opinberlega er siðleysið upp málað. Það er spurning hvort slíkt varði við lög?
Þeir lesendur sem kæra sig um að kynna sér sjónarmið Siðmenntar til mótvægis við lygavefinn sem farinn er af stað bendi ég á eftirfarandi:
Satt og logið um stefnu Siðmenntar
http://www.skodun.is/archives/2007/01/12/satt_og_logid_um_stefnu_sidmenntar.php
Einnig skýrði Matthías Ásgeirsson sjónarmið Siðmenntar ágætlega í viðtali í Silfri Egils í dag:
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4366855
Að lokum er vert að benda þeim sem tjá sig vilja um sjónarmið Siðmenntar að hafa þá reglu gagnrýnnar hugsunar að leiðarljósi að ekki er rétt að fullyrða nema allar staðreyndir málsins liggi fyrir og séu réttar. Ef öflun staðreynda er vandkvæðum bundin má ávallt hafa samband við stjórnarmenn Siðmennt. Nánari upplýsingar má finna á vef félagsins http://sidmennt.is
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svo ég vitni í færsluna hér fyrir ofan: "En stundum er erfitt að ræða við fólk sem vísvitandi vill koma af stað ágreiningi og leiðindum eins og blaðamenn 24 stunda, Staksteinahöfundur Morgunblaðsins, biskup Íslands og nú síðast Menntamálaráðherra . . ."
Svo ég vitni í önnur fræg orð: "Ef allir eru orðnir hálfvitar í kringum mann, er þá ekki frekar líklegt að maður sjálfur sé hálfvitinn?"
Magnús V. Skúlason, 2.12.2007 kl. 21:01
"Siðmennt hefur aldrei verið á móti kristinfræðikennslu í skólum, Siðmennt er ekki á móti litlu jólunum, jólaleyfum, né páskaleyfum." Ja hérna nú er eitthvað annað hljóð komið í strokkinn. Ekki er þetta nú í samræmi við það sem menn hafa farið hamförum hérna í þessum umræðum öllum. Ég man svo sem ekki eftir öllum en nefni nokkur nöfn, Svanur, Friðrik Skúlason (púkinn), Anna Benkovic, Doktor... og fleiri hafa þusað útí hið endalausa um að kristnifræði eigi ekki heima í grunnskólum, og sjálfur segist þú kenna þína eigin siðfræði, ég bíð ennþá spenntur eftir leiðbeiningum um það hvar og hvenær mér sé óhætt að stela, ljúga og pretta svona pínu pons. Það er mál til komið að dregið sé aðeins í land með þetta offors.
Hilmar Einarsson, 2.12.2007 kl. 21:05
Hvaða rugl og lygar eru þetta Hilmar!!! Bentu á einn stað þar sem ég tala á móti kristinfræði. Þú ert bara að taka þetta upp eftir minni sem er að bregðast þér. Hvergi hef ég mælt á móti kristinfræðikennslu. Ég vil ekki kristniboð en vonandi skilirðu muninn á fræðslu og boði.
Þú virðist ekki þurfa "leiðbeiningar um það hvar og hvenær þér sé óhætt að ljúga, ..." Þú gerðir það í færslunni þinni með því að ljúga uppá mig skoðun. Afsökunarbeiðni væri við hæfi.
Svanur Sigurbjörnsson, 2.12.2007 kl. 21:32
Hilmar:
Af þessu fólki sem þú telur upp held ég að bara Svanur sé meðlimur í Siðmennt. Hefur hann einhvers staðar sagt að fræðsla um kristna trú eigi ekki heima í grunnskólum?
Hérna er grein frá 2005 þar sem Sigurður Hólm svarar einmitt þessari ranghugmynd um að Siðmennt sé á móti fræðslu um kristna trú.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.12.2007 kl. 21:54
Typical bull frá trúuðum, taka einfalda 100% réttmæta jafnræðiskröfu og umturna henni yfir í stríð gegn jólunum, segir allt sem segja þarf um kristið siðferði
DoctorE (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 09:23
Ég held nú bara að fátt pirri landann meira í dag en þetta endalausa kjaftæði í örsamtökunum Siðmennt.
Stefán (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 11:10
Kristinn! Getur þú fært rök fyrir máli þínu? Ég er sammála að Siðmennt vill rýra gildi vissra (ó)siða sem eru í gildi, en farðu inná síðu Siðmenntar á www.sidmennt.is og láttu okkur vita hvaða siði þú ert að tala um.
Ásta Kristín Norrman, 3.12.2007 kl. 11:53
Svanur: Ef þú veist muninn á trúboði og fræðslu, þá ertu að ljúga því að gagnrýni ykkar á störf Gideon-félaganna og tilhögun fermingafræðslu ber þess merki að þið hafið ekki kynnt ykkur hvernig þetta fer fram. Hef ég sjálfur tekið þátt í báðum þessum störfum, beggja megin borðs og sé ekki hvernig er hægt að rugla þessu svona saman.
Þar með hefur síðasta málsgrein þessarar færslu verið þverbrotin, er ekki eðlilegt að ef þið eruð að heimafæra einhverjar "skyldur" á þá sem gagnrýna ykkur að þið tileinkið ykkur sömu vinnubrögð? Þetta er bara hugmynd.
Magnús V. Skúlason, 3.12.2007 kl. 13:30
Kristinn....þetta var kannski dæmi um þitt "kristilega siðferði"?
Siðmennt ber í sér MENNT..að mennta sig!
Gleðileg Jól.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.12.2007 kl. 13:50
Svanur!
Ég hef í þessari umræðu reiknað með því að varaformaður sértrúarfélagsins siðmenntar fari nú nokkurnvegin rétt með stefnumið félagsins með stuðningi annara forsvarsmanna (sem þú munt víst teljast til), þegar hann lét hafa eftir sér hinar víðfrægu yfirlýsingar í 24 stundum þann 29. nóvember sl. Þvílíkt bull og kjaftæði sem það nú annars var að mestu og tel ég mig engu hafa logið upp á þig með það á bak við eyrað. Ef það kemur síðar í ljós að blessaður varaformaðurinn hafi íheimildarleysi diktað upp einhverjar meiningar sem sem standast hvorki veður né vind þá myndi nú málið horfa eitthvað öðruvísi við.
Varðandi aðra þá sem taldir eru upp þarfnast það engra frekar skýringa þar sem bæði Púkinn og Pálmi, (það er kannski kominn tími til þess að fleygja einni fallegustu jólaplötu sem gefin hefur verið út fyrst hún er orðin yfirlýst moðsuða "drifhvítrar helgislepju", hafa beinlínis sagt það beit út að þeir vilji slíka fræðslu út úr skólum.
Raggeitina DoktorE er vart orðum á eyðandi þvílíkt fúlmenni og ruddi sem hann virðist vera "til fjandans með þetta helv pakk, þar á það heima og hvergi annars staðar" er sá talsmáti sem hann notar á heimasíðu sinni um hið mætasta fólk sem hann þekkir hvorki sporð né hala á. Ég er farinn að halda að þetta fyrirbæri eigi eitthvað bágt.
Anna Benkovic er svolítið sér á parti. Við fyrstu sýn virðist hún vera afskaplega mikill "trúleysingi" en er þegar grannt er skoðað í reynd afskaplega kristin manneskja, stendur sig afskaplega vel þegar kristilegt uppeldi er annars vegar. Sumir þurfa bara stundum á lífsleiðinni að gramsa mikið í eigin sálartetri, ég tek ofan fyrir Önnu nema að ég get ekki verið sammála um lagabreytinguna sem deilt er um "det er helt annen sak".
ps. Guð hjálpi Pálma að þurfa að lifa við þau ósköp að hafa látið hafa sig út í að singja inn á jólaplötuna fyrrnefndu, og meira að segja drýgt þann glæp að fá fjölskyldumeðlim með sér í ósómann.
Hilmar Einarsson, 4.12.2007 kl. 20:18
Gleymdi athugasemdinni hans Hjalta.
Ég minntist ekkert á að þetta fólk sem ég nefndi sem dæmi, væri í sértrúarhópnum Siðmennt.
Hilmar Einarsson, 4.12.2007 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.