Fjörtíu ár frá morðinu á Che Guevara. Baráttan gegn sjálftökuliðinu heldur áfram

Í dag er þess minnst að fjörtíu ár eru liðin frá því að leppar bandarísku leyniþjónustunnar CIA myrtu byltingarmanninn Ernesto Che Guevara í Bólivíu. Maður efast ekki um það við þessi tímamót að full ástæða sé til þess að dusta rykið af gömlu góðu siðferðishugmyndunum sem Che fyldi í pólitík þar sem maður horfir upp á endalausa spillingu íslenskra pólitíkusa.  Pólitíkusa sem hugsa ekkert um annað en að reyna að hafa af almenningi sem mest fé fyrir sig og sína og ljúga og svíkja til þess að ná markmiðum sínum ef þeim svo sýnist. Við horfum upp á pólitíkusa sem finnst allt í lagi að sinna ekki störfum sínum fyrir almenning vegna þess að þeir þurfa að sýnast og baða sig í seðlum á meðal auðmanna.

Þó vissulega megi deila um Che þá má hann eiga það að hafa haft heilbrigða afstöðu til vinnunnar, þeirrar verðmætasköpunar sem hún gefur af sér og réttlátrar skiptingar veraldlegra gæða. Virðingin fyrir launavinnu almennings og réttlát skipting lífsins gæða hefur verið að lúta í lægra haldi fyrir græðgisvæðingunni og hrokanum sem forystumenn í atvinnulífinu og stjórnmálamenn standa fyrir og sýna launafólki á degi hverjum. Fjölmiðlamenn dansa síðan æ oftar í kringum þetta sjálftökulið í gagnrýnisleysi sínu og hneykslast á þeim sem voga sér að gera athugasemdir við að það skuli taka verkamann 50 ár að vinna sér inn fyrir mánaðarlaunum forstjóra.

Che má eiga það að hafa barist gegn ægivaldi fjármagnsins og græðginnar. Fyrir það er pólitíkin hans í fullu gildi.

Hasta la victoria siempre!

JB

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú gleymdir að minnast þess 12. Júní síðastliðin að þá voru 48 ár liðin frá því að Guevara lét af störfum sem stjórnandi La Cabana fangelsisins en þar hafði hann þann starfa helstan að myrða andstæðinga nýju stjórnarinnar. Áður hafði hann æft sig á því að myrða þá sem hann taldi ekki nógu hliðholla byltingunni.

Annars var afrek Che það að hjálpa til við að koma þjóð undir ógeðfelda einræðisstjórn. Það má segja að pólitík hans lifi enn í dag því Kúbverjar eru ekki enn frjálsir undan okinu.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 09:42

2 identicon

Hvenær ætli við hér verðum frjáls undan okrinu?

Bjarni Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 11:52

3 identicon

Það er talið að allt að 550 mann hafi verið tekin af lífi í fangelsum Guevara, af hans ákvörðun, án dóms og laga.

Ekki gleyma líka að Guevara sagði einu sinni að ef hann hefði haft stjórn á kjarnorkuvopnum Sovétmanna á Kúbu 1962 hefði hann sent þær á stærstu borgir Bandaríkjanna.

Góður maður og mikill mannvinur..... ?

Guðmundur Zebitz (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 14:51

4 identicon

Meðan "aðallinn" sölsar undir sig auð og völd og taumlaus græðgi ræður ríkjum, þá munu verða byltingar og stríð. Misskiptingin eykst stöðugt í heiminum núna, og hinar svokölluðu frjálsu þjóðir eru gegnsýrðar af spillingu. Er það ekki kjörinn jarðvegur fyrir nýjar frelsishetjur?

 Held að þessum pistli sé ætlað að halda á lofti nauðsyn þess að berjast gegn græðgi og spillingu, fremur en að lofa Che Guevara. Þó svo að kommúnistum 20. aldarinnar hafi ekki tekist að koma á því fyrirmyndarríki sem þeir ætluðu sér, þá þýðir það ekki að kapítalisminn hafi sannað ágæti sitt. Þvert á móti viðheldur hann ójöfnuði og styrjöldum um víða veröld. Og núverandi ástand er einmitt kjörinn jarðvegur fyrir nýjar byltingar.

Bjarni Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 15:30

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Kostulegt að fólk skuli enn vera að mæra þennan fjöldamorðingja, og í þágu hverra? Kommúnista! Afrakstur "vinnu" Che má sjá í örbirgð fólksins á Kúbu, eyjunni sem Columbus lýsti sem paradís á jörð (eða var það Haiti?)

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.10.2007 kl. 17:19

6 identicon

Viðbjóður að halda því fram að þessi kommi hafi verið manvinur argasti morðingi og ömurlegt stjórntæki Kremlverja lofaskyldi viðbjóðinn kv Adolf

ADOLF (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 18:21

7 identicon

Mannvinirnir í Vestrinu hafa náttúrulega réttað yfir manninum áður en þeir komu honum fyrir kattarnef?

Bjarni Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 21:58

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Alltaf jafn hlægilegt þegar þið vinstrimenn bendið á "hið illa Vestur", þegar fjallað er um kommúnistaóværuna. Meira að segja þegar veruleikafirrtir múslimaklerkar eru gagnrýndir þá sjáið þið ykkur knúna til þess að verja þá líka af því þið eigið sameiginlegan óvin. Tilvistarkreppa á háu stigi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.10.2007 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband