Er það þá ekki líka bara í góðu lagi þó það taki konur fimmtíu ár að vinna sér inn mánaðarlaun karla?

Það var einhver Bergsteinn blaðamaður við Fréttablaðið sem var að segja okkur lesendum hversu ógeðslega púkó hún Álfheiður Ingadóttir þingmaður VG er. Ástæðan fyrir þessum púkalegheitum Álfheiðar er sú að hún er ekki sátt við þá misskiptingu veraldlegra gæða sem á sér stað hér á landi þar sem það tekur verkamanninn fimmtíu og bráðum sextíu ár að vinna sér inn fyrir mánaðarlaunum einstakra forstjóra.

Bergsteinn orðar þetta svona: "...brýnt er að allir hafi í sig og á og helst gott betur. En til þess þarf þó ekki nema brotabrot af forstjóralaunum. Hvaða máli skiptir þá hversu lengi verkamaðurinn er að vinna sér inn stjarnfræðilega háar upphæðir?"

Það er bara flott hjá Álfheiði að gagnrýna þetta launarugl sem viðgengst í landinu. Það mælir ekkert með því að í samfélaginu skuli misskipting gæðanna vera svo mikil sem raun ber vitni. Veraldleg gæði eru takmörkuð og það er mjög víða sem skortir fjármagn. Allavega skortir það ekki hjá umræddum forstjórum sem hafa eins á áður sagði 50-60 sinnum meira en verkamaðurinn hefur.

Ég veit eiginlega ekki hvað er með margt af þessu fjölmiðlafólki sem starfar hér á landi. Það er eins og það geti ekki klórað sig út úr yfirborðsmennskunni og gagnrýnisleysinu. Það þykir einhvernveginn allt svo sjálfsagt sem teljast má siðferðilega ámælisvert. Í framhaldi af þessu má nefna þann mannlega harmleik sem átti sér stað hjá þeim vinkonum í þættinum Ísland í dag á Stöð tvö þegar einu viðbrögð þeirra við slagsmálum fullorðinna kvenna í Grænlandi sem sýnt var frá var að flissa og fíflast. Mikið var rætt um það á sínum tíma sem ekki verður endurtekið hér en vart mátti á milli sjá hvort harmleikurinn hafi verið meiri í stúdíóinu á Stöð tvö eða á götu í Grænlandi.

Og nú er það Bergsteinn blaðamaður sem sýnir af sér þessa dásamlegu snilld með launakjörin. Því þykir mér viðeigandi að fá svar frá Bergsteini við eftirfarandi spurningu:

Kæri Bergsteinn, vissulega er brýnt að allir hafi ofan í sig og á og helst gott betur. Væri það því ekki bara gott mál ef launamunur kynjanna yrði svo mikið meiri en hann er í dag eða svo mikill að það tæki konu 50-60 ár að vinna sér inn fyrir mánaðarlaunum karls svo fremi sem hún hefði eitthvað ofan í sig og á og pínulítið betur en það?

Pælið í því.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég hjó eftir þessum orðum Bergsteins-og aðalatriðið finnst mér kannski að hann heldur augsýnilega að það séu forstjórarnir sem skapi verðmætin. Heldur hann til dæmis að Ari Edwall skapi einn ágóðann af Fréttablaðinu?

María Kristjánsdóttir, 4.10.2007 kl. 16:27

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Vonþroski Dharma lekur yfir síðuna.  Öfund hefur ekkert með það að gera að rætt er um ofurlaun og sultarlaun.  Að draga umræðuna niður á stig heimskunnar er óþarft.  Það að rætt sé um ríkidæmi eins og fátækt hins hefur ekkert með öfund að gera.  Það er heimska að halda slíku fram!

Auðun Gíslason, 4.10.2007 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband