Víkingur féll

Ég fylgist ekkert mjög mikið með fótboltanum. Samt veit ég alltaf nokkurn veginn hvernig mínu liði gengur hverju sinni. Og nú er Víkingur fallinn. Það er svo sem í lagi ef við lítum á íþróttir sem skemmtilegt "hobbí" og holla hreyfingu. En ég hef nú grun um að fólk hér í hverfinu hefði almennt óskað félaginu annars en að falla. Nú var í fréttum að þjálfari meistaraflokksins í fótbolta væri hættur og væntanlega ætlar stjórnin að bretta upp ermarnar. En áður en það er gert beinlínis í þágu fullorðinsflokksins þá geri ég það að tillögu minni að Víkingur leggi allt sitt púður í barna og unglingastarf. Hvernig væri að nota þessi tímamót í að gera metnaðarfulla fimm ára áætlun þar sem ofuráhersla er lögð á barna og unglingastarfið. Ef allt gengur sinn vanagang í veröldinni munu börnin verða fullorðin og komast í umræddann meistaraflokk og þá ræðst gengið af því hvernig sáð hafði verið í upphafi.

Fyrir utan það að íþróttafélag sem leggur mjög mikinn metnað í barna og unglingastarf er náttúrulega til fyrirmyndar.

Höfum við Víkingar nokkru að tapa? Allavega er ég viss um að börnin yrðu ánægð.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nokkuð til í þessu, en staðreyndin verður ávallt sú að krafist er árangurs strax en ekki eftir nokkur ár. Fyrir utan það að einungis lítill hluti af krökkum úr unglingastarfi skila sér upp í meistarflokka sökum áhugaleysis, flutninga í önnur hverfi og ýmissa annara félagslegra þátta. Markmiðið er að vera klókur í að finna leikmenn úr neðri deildum sem hafa dug, kraft og hjarta til að koma okkur Víkingum í efstu deild á ný þar sem við höfum ekki mikla pennga á bak við okkur. En að sjálfsögðu að gefa krökkum úr yngri flokkum tækifærið þegar það á við.

Vandasamt verk að reka íþróttafélag.

Hjalti Þór (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 14:28

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Mæltu manna heilastur!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.10.2007 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband