24.9.2007 | 16:20
Mikill áhugi á veraldlegum athöfnum á vegum Siðmenntar
Eftir fréttir af veraldlegu brúðkaupi sem Siðmennt hélt á laugardaginn hefur áhuginn á málinu verið mikill. Fyrir þau ykkar sem eruð að spá í svona athafnir bendi ég á eftirfarandi vefsíður sem gefa góðar hugmyndir að veraldlegum athöfnum:
British Humanist Association í Bretlandi http://www.humanism.org.uk/site/cms/contentChapterView.asp?chapter=310
Human Etisk Forbund í Noregi http://www.human.no/templates/Page____170.aspx
Secular Celebrations í Bandaríkjunum http://www.secular-celebrations.com/
Eftir vel heppnaða athöfn á laugardaginn mun Siðmennt halda áfram að þróa veraldlegar giftingarathafnir, útfarir og nafngiftir hér á landi. Það er löngu kominn tími á slíkar athafnir hér á landi. Nágrannalönd okkar hafa staðið fyrir svona athöfnum í áratugi.
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:21 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll
veraldleg nafngift?
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 17:16
Fór athöfnin ekki fram í kirkju?
Hvers vegna ekki á krá?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.9.2007 kl. 09:15
Sæll Jóhann! Starf ykkar er sjálfsagt í samfélagi sem viðurkennir rétt fólks til þess að velja sér lífsafstöðu(og auðvitað í öllum hinum líka). Ég hef reyndar alltaf verið andsnúinn notkun Siðmenntar á orðinu ferming svona af einkaréttarlegum ástæðumn, en látum það vera. Ég las það haft eftir einhverjum forsvarsmanni Siðmenntar að útfarir ykkar yrðu með kirkjulegu sniði?! Hvað átti hann við? Hvernig hugsiði útfararathöfnina. MBK. B.
Baldur Kristjánsson, 25.9.2007 kl. 09:39
Veraldlegar athafnir í 100% trúarlegu umhverfi -- vel til fundið hjá ykkur eða hitt þó heldur! Hvar er allur frumleikinn? -- Og langsótt skýring ykkar á því, að af því að orðið ferming sé komið úr latínu: confirmare, confirmatio, sem þýði 'staðfesting', þá hafi það orð verið valið um "borgaralega fermingu" Siðmenntar, er af sama klaufataginu. Af hverju notið þið ekki bara orð, sem allir skilja: staðfesting? -- Og svo er það þriðja kárínan: Jú (kvað hann aðspurður um tilhögun veraldlegra jarðarfara á vegum sama félags), þetta yrði eitthvað í líkingu við kirkjuútfarir!
Þið eruð kannski á leið með að stofna trúfélag, blessaðir.
Jón Valur Jensson, 25.9.2007 kl. 09:46
Ég verð nú að segja að ég skil ekki þessar svo kölluðu athafnir og þessa fermingarmanndómsvíxlu...
DoctorE (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 10:12
Sæll Jóhann. Það er frábært hjá ykkur að hafa stigið þetta skref enda löngu tímabært að fólk geti valið að staðfesta ástsína til hvors annars án þess að vera með drottinn eða aðra trúarfokólfa andandi ofan í hálsmálið á sér. Siðment þarf svo bara að fara í að byggja sér húsnæði sem býður upp á góðan hljómburð þannig að hægt sé að fara út úr kirkjunum með þessar athafnir. Til hamingju.
Þórhallur Halldórsson, 25.9.2007 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.