Síminn brettir upp ermar og veður í "djobbið". Framhald frá 8. september

Ég man þegar ég var unglingur þá vann ég á sumrin í mikilli slorvinnu í fiskhúsi í Keflavík. Stundum var hráefnið ekki eins og best verður á kosið og man ég sérstaklega eftir einu fullu kari af skötu sem var orðin allgömul, en ég tók að mér að verka hana með þeirri slor og ammoníakfýlu sem henni fylgdi í þeirri von að mega bjarga þessum verðmætum. En stundum varð maður í þessari vinnu að bretta upp ermar og láta vaða í "djobbið" þó ekki væri það girnilegt.

Mér varð hugsað til þessa skötukars í fiskhúsinu í Keflavík forðum daga og hvernig ég lét vaða þrátt fyfir erfitt verkefni þegar ég svaraði í símann í dag. Viti menn, var það ekki starfsmaður hjá Símanum sem var á línunni. Hafði hann fengið færsluna mína frá í gær um sjónvarpsvandræði mín hjá sjónvarpi Símanns og viritist hann vera nokkuð áhyggjufullur fyrir mína hönd.

Allavega þá hefur Síminn brugðist við færslunni frá í gær og vill gera allt sem hægt er til að koma málunum í lag. Ég hef fengið tengilið við einn ákveðinn einstakling (einhverskonar þjónustufulltrúa) sem mun hafa yfirumsjón með mínum málum þannig að því sé ekki kastað á milli fólks.

Hvað sem gerist þá er það jákvætt hvernig brugðist hefur verið við þó vissulega eigi eftir að koma í ljós hvort þetta sé raunverulegt eða bara úlfurinn, krítinn og kiðlingaævintýrið enn á ný. Við sjáum til en ég leyfi ykkur að fylgjast með hvernig mér gengur að fá sjónvarpið í lag.

Nema hvað til þess að enda söguna af skötunni í Keflavík þá fór hún svona: Ég tók hverja einustu skötu upp úr karinu og skar hana og henti því sem ekki átit að nýta og var næstum því að kafna úr fýlu. Þegar ég var um það bil að verða búinn að skera alla skötuna þá kom verkstjórinn og sagði að það væru allir sammála um að þessi skata væri orðin of gömul, hún væri í raun farin að úldna og því væri henni ekki viðbjargandi og því ætti að henda henni. En hvað sem því líður þá náði ég allavega að verða rosa flinkur við að skera skötu fyrir vikið. Þetta var þá ekki alveg unnið til einskis. En þessi skötusaga var nú útúrdúr frá ævintýrum Símanns.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband