Mátti hvorki kaupa nýjar né notaðar bækur. Frétt blaðsins af ævintýrinu um Office one lagfærð

Á bls. 11 í blaðinu í dag er frétt um ævintýri mín í Office one sem rakin eru í færslu dagsettri 5. september s.l. Í blaðinu segir svo í fyrirsögn fréttarinnar: "Mátti ekki kaupa tíu notaðar frönskubækur".

Rétt er að bæta aðeins við frétt blaðsins að ég mátti hvorki kaupa notaðar bækur né nýjar. En eftir að mér hafði verið neitað um kaup á 10 bókum spurði ég sérstaklega hvort það skipti máli hvort keyptar væru notaðar bækur eða nýjar og var svarið hjá starfsmanna að það skipti engu máli.Ég ætlaði nefnilega bara að kaupa þá nýjar bækur ef það hefði mátt.

Ég vildi bara koma þessu á hreint að málið snýst ekki aðeins um notaðar bækur heldur allar bækur.

Svo er bara að muna eftir að kynna sig í hvert sinn sem maður fer inn í Office one sbr. ósk verslunarstjórans sem orðar þetta óborganlega í blaðinu í dag: "...hefði Jóhann kynnt sig strax við komuna í búðina hefði aldrei orðið nein rekistefna út af innkaupunum."

Núna er bara að æfa sig áður en maður fer næst í Office one: "Góðan dag ég heiti Jóhann og ég er kennari, hér hefur þú uppáskrifað vottorð frá skóla um að þar starfa ég í 100% starfi með mynd og ég ætla að kaupa tvo blýanta."

Gerum skemmtilega heimspekitilraun út úr þessu og fjölmennumí Office one og kynnum okkur öll við komuna og segjum hvað við ætlum að kaupa. Áfram nú, gerum lífið skemmtilegra.

JB (bókadólgurinn eins og vinnufélagar mínir hafa kallað mig í dag)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki bjóst ég nú við að þú fengir dólgsviðurnefni elsku frændi  Það vill svo skemmtilega til að ég þekki til verslunarstjórans-þekki hann persónulega reyndar.  Þetta er ljúfasti drengur , rétt eins og þú Jói minn, en mikið er þetta klaufalegt hjá honum. Ég er til í að taka þátt í tilrauninni, vantar einmitt ritföng fyrir námið mitt. Ætli ég þurfi vottorð frá Kennó til að kaupa eitt búnt af prentarapappír í títtnefndri verslun?  

Jonna frænka (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 17:02

2 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Þetta er stórkostlegt, fyndið, gerir lífið skemmtilegra, sé fyrir mér pöbbulinn mæta og kynna sig. góð hugmydnd 

Kristjana Bjarnadóttir, 7.9.2007 kl. 23:46

3 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Það er ástæða fyrir því að búðin heitir Office ONE en ekki Office TEN .

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 8.9.2007 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband