Færsla mín hér á undan um búðina Office one superstore sem selur vörur sem ekki má kaupa hefur fengið mikla athygli og umræðu. En sem áhugamaður um neytendamál þá er þetta ekki eina fyrirtækið sem kemur vægast sagt undarlega fram við viðskiptavini sína. Ég hef verið að reyna að eiga einhver samskipti við Símann síðan í apríl með vægast sagt dapurlegum árangri. Sú raunasaga gæti komið út í mörgum bindum og er að mörgu leyti mun skrautlegri en sérviskulegar móttökur Office one superstore.
Ég reikna jafnvel með að segja ykkur söguna af Símanum mjög fljótlega (nema Síminn hafi samband og kippi málunum í lag og sannfæri mig um að birta ekki söguna).
Það er gaman að þessum neytendamálum.
JB
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þjónustuver Símans - aumasti brandarinn.....
Ævar Rafn Kjartansson, 6.9.2007 kl. 23:50
Sammála þér með búðina með útlenska nafninu.
Sjá: http://gunnarkr.blog.is/blog/gunnarkr/entry/305577
Gunnar Kr., 7.9.2007 kl. 10:20
ja, þú og Síminn eigið það amk sameiginlegt að hafa komið með góða auglýsingu á sjálfum ykkur, og getið því sammælst um að það sem þið gerðuð til að vekja athygli á ykkur sjálfum tókst. Til hamingju.
Edward Gump, 8.9.2007 kl. 11:41
Sæll!
Ég ætla svosem ekki að blanda mér sérstaklega í viðskipti þín við Símann, en af því ég hef vit á málfari langar mig að gera smá athugasemd. Þú segir:„...og sannfæri mig um að birta ekki söguna).“ Þarna er augljóslega í gangi þýðing á ensku orðalagi „to convince s-b to do sth.“ Íslendingar hins vegar eru sannfærðir um eitthvað, annað hvort ef þeir vita það eða er talin trú um það. Ef þeir eru hinsvegar beðnir, með miklum erfiðismunum, að gera eitthvað eru þeir taldir á að gera það. Í móðurmálinu erum við Ísalendingar nefnilega svo ríkir að eiga mismunandi orðalag yfir það sem Bretinn þarf að nota það sama með tilheyrandi möguleika á misskilningi. Og af því þú ert nú kennari minni ég á að allir kennarar eru móðurmálskennarar.
Með von um að batnandi sé manninum best að lifa lifðu þá heill!
Þorvaldur (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.