Getur einhver sagt það kinnroðalaust að það sé 9 ára barni fyrir bestu að fæða barn?

Hörmulegar fregnir berast nú frá Nigaragua  af 9 ára gamalli stúlku sem var nauðgað og er nú komin fimm mánuði á leið. Fóstureyðingar eru með öllu bannaðar í Nigaragúa og kemur það ekki á óvart að kaþólsku "kærleikspostularnir" ráða þar öllu þegar að fóstureyðingum kemur. Réttleysi fólks til þess að hafa einhver áhrif á eigið líf er þarna algjört þar sem kirkjan hefur of mikil áhrif og hefur lagst alfarið gegn fóstureyðingum.

Ég er svo lánsamur að þekkja mjög vel til kaþólskrar trúar og þeirra lífsgilda sem hún heldur fram. Ég var í ár á sínum tíma skiptinemi á heimili strangtúaðra kaþólikka og gekk í klausturskóla. Og á háskólaárunum stundaði ég nám við einn stærsta kaþólska háskóla heims, Katholieke universiteit Leuven í Belgíu.

Og því miður verð ég að segja það að þrátt fyrir að hafa kynnst mörgum yndislegum kaþólikkum er reynsla mín sú að það hugarfar sem ríkir hjá mjög mörgum þeirra afskaplega sjúkt, eins og best kemur í ljós varðandi afstöðun til barnsins í Nigaragúa. Fyrir utan það að hafa á köflum mjög mannfjandsamlega afstöðu til lífsins þá eru þeir margir hverjir í því að blekkja sjálfa sig og aðra. Kaþólskir prestar þykjast lifa skírlífi en svo er nú alls ekki alltaf. Margir þeirra búa í raun með konum sem þeir afneita þrátt fyrir allt alla ævi. Einnig eru þeir því miður þekktir fyrir að níðast kynferðislega á kórdrengjunum eins og fregnir frá Bandaríkjunum hafa ítrekað greint frá. Og svo má níu ára gamalt barn ekki vera barn lengur.

Og það hlýtur í framhaldi af þessari fregn einhver vinur kaþólikkanna í Nigaragúa að standa upp og reyna að sannfæra mig og aðra lesendur þessarar síður um að þegar upp sé staðið sé það best fyrir barnið að ganga með og ala barnið. Og ef það verði ekki gert mun barnið búa við ævarandi samviskubit og sektarkennd.

En áður en þið vinir kaþólikkanna gerið það skulið þið anda tíu sinnum inn um nefið og spyrja eftirfarandi spurninga:

1) Hvernig yrðu viðbrögð ykkar ef þið ættuð níu ára gamla dóttur í sömu sporum?

2) Getið þið hugsað til baka og velt því fyrir ykkur hvernig viðbrögð ykkar hefðu orðið ef eitthvað þessu líkt hefði hent ykkur 9 ára gömul?

Dæmið frá Nigaragúa sýnir okkur bara eitt að við hér uppi á Íslandi þurfum að standa vaktina og gæta þess að slík mannfjandsemi nái aldrei að þrífast hér á landi.

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338415/4


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Það eina góða við þetta mál er að hugsanlega munu einhverjir átta sig á því hversu mannfjandsamleg trúarbrögð eru í raun og veru...

Púkinn, 4.9.2007 kl. 17:33

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Púkinn er snjall í að alhæfa, þykir mér.

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.9.2007 kl. 21:14

3 Smámynd: Halla Rut

Er einmitt búin að blogga um þetta mál. Hryllilegt. Þeir sem segjast sig holla umburðarlyndi og náungakærleik eru verri en þeir sjálfir segja djöfullinn vera. 

Halla Rut , 5.9.2007 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband