Börnin borga en fullorðnir fá frítt

Ég var á Ljósanótt, bæjarhátíð Reykjanesbæjar í gær. Prýðilega var staðið að flestum hlutum en eitt vakti athygli mína og er í sjálfu sér ekki ný saga hér á landi.

Það sem vekur athygli mína er þetta: Þar sem skemmtanir eins og 17. júní hátíðahöldin, Ljósanótt eða eitthvað annað er í gangi eru skemmtiatriðin sem höfða til fullorðan fólksins ávallt ókeypis en það sem hefur mest skemmtigildi fyrir börnin þarf að greiða fyrir dýrum dómi.

Fullorðnir geta því skemmt sér hömlulaust og þurfa ekki að greiða krónu fyrir að hlusta á Halla og Ladda og Ragga Bjarna og Ómar Ragnarsson og Magna og hvað þeir heita nú allir þessir útiskemmtanaskemmtikraftar en börnin sem kæra sig kollótt um slíkt gengi og vilja skemmta sér með einhverju hoppi þurfa að rækta með sér gríðarlegan sjálfsaga og velja og hafna og hafa hemil á löngunum sínum eða kannski í sumum tilvikum að neita sér um þá skemmtun sem þau helst kysu. (Það eru nefnilega ekki allir pabbar eða allar mömmur sem fá 50 ára verkamannalaun á mánuði eins og einn ágætur maður).

Þetta er bara súrt.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta vil ég taka heilshugar undir. Held að þeir séu færri en fleiri sem hafa gert sér grein fyrir þessu á þennan hátt. Afar góður punktur. G. Th.

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 18:35

2 identicon

Ég hef aldrei hugsað þetta svona!!  En einmitt pirrað mig á því peningaplotti sem er á svona hátíðum.  Takk fyrir að benda mér á þetta samhengi.

Jóna (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 23:28

3 identicon

Mér finnst líka mjög ósanngjarnt að börn þurfi að borga í strætó í Reykjavík en námsmenn fái frítt.

Bjarni Valur Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband