Að kenna á konuna sína

Ég hef áhuga á því sem oft er kallað heimspeki hversdagsleikans. Það er að segja að velta upp heimspekilegum hliðum á hversdagslegum hlutum. Í því samhengi eru fjölmiðlar mikill fjársjóður og endalaus uppspretta pælinga.

Í dag hef ég verið alveg viðþolslaus og mjög utanvið mig vegna fyrirsaganar í blaðinu þar sem rætt er við Þorgrím Þráinsson. Þorgrímur er að vinna að bók um samskipti kynjanna og er ekkert nema gott um það að segja. Hinsvegar er fyrirsögn fréttarinnar þessi:

"Kennir karlmönnum á konuna sína"

Nú hef ég í allan dag verið að reyna að skilja þessa fyrirsögn og pælt og kafað og þvælt í eigin heilabúi. Spurningin er nefnilega sú hvort Þorgrímur er að kenna öðrum karlmönnum á konuna sína? Eða með öðrum orðum, eru aðrir karlmenn að læra á konuna hans Þorgríms? Kannski er þetta spurning um slakan málskilning hjá mér enda ætla ég að ráðfæra mig við einhvern íslenskukennara í Réttó á morgun og reyna að fá íslenskuna á hreint áður en ég held áfram að fílósófera með þessa kennslustund Þorgríms og konunnar umræddu.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Ætti ekki að standa : hann kennir öðrum karlmönnum á konurnar sínar, margir menn á margar konur, það hlýtur að vera betra mál, annars er ég enginn fræðingur og það mætti þá gjarnan leiðrétta mig ef vill.

Skarfurinn, 29.8.2007 kl. 21:16

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Kennir karlmönnum á konurnar þeirra?????

Ekki vill hann kenna þeim öllum á sína konu?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.8.2007 kl. 21:31

3 identicon

Fegin er ég að sjá að það er ekki bara ég sem hef verið að velta þessari "frétt" fyrir mér í dag.  Það kom upp umræða á heimilinu um það hvernig þeir Spaugstofumenn hefðu getað gert sér mat úr þessu.

Solveig (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 22:37

4 Smámynd: arnar valgeirsson

mér þykir hann góður ef hann er strax búinn að læra á konuna sína, og bara rétt miðaldra. Flestir ná þessu aldrei. en það er spurning með verð?

og í framhaldi af því siðferðislegisar og heimspekilegar pælingar varðandi það....

arnar valgeirsson, 29.8.2007 kl. 22:40

5 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Fá mennirnir svo skírteini, svipað og ökuskírteini? Þetta hlýtur þá að þýða að allar konur séu eins.

Ásta Kristín Norrman, 6.9.2007 kl. 10:10

6 identicon

Garg af hlátri...Hrikalega fyndin færsla....mikið rétt þetta vekur upp spurningar..

Hulda (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband