13.8.2007 | 13:07
Mótmælum heræfingum
Samtök hernaðarandstæðinga hafa skipulagt mótmæli gegn heræfingunum sem nú standa yfir. Á vef samtakanna www.fridur.is má lesa eftirfarandi frétt:
"Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla yfirstandandi heræfingum hér á landi og þeirri stefnu íslenskra ráðamanna að gera landið að æfingasvæði fyrir herlið NATO-þjóða.
Safnast verður saman við norska sendiráðið (við Fjólugötu), þriðjudaginn 14. ágúst kl. 17. Þaðan verður gengið að sendiráðum Bandaríkjanna, Danmerkur og loks numið staðar við Stjórnarráðið og húsráðendum á hverjum stað tjáð andstaða íslenskra friðarsinna. Hernaðarandstæðingar eru hvattir til að mæta."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.