Ég held bara að þetta minni mann á umhverfisstefnu borgarstjórnarmeirihlutans

Ég hef verið að lesa bók Einars Más Jónssonar Bréf til Maríu. Margt áhugavert ræðir Einar Már í bók sinni eins og þetta hérna sem óneitanlega minnir mann á umhverfisstefnu borgarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík sem hefur haldið því fram að mislæg gatnamót séu nú með því umhverfisvænna í borgum sem hægt er að hugsa sér. Gefum Einari Má orðið:

"Allir vilja berjast á móti mengun, alveg til síðasta blóðdropa, en ef á að setja einhverjar takmarkanir við bílaakstri kemur annað hljóð í strokkinn. Það vilja menn ekki, menn vilja hafa sína bíla eins og þeim þóknast og gera við þá hvað sem þeir vilja. Raunverulegt áhyggjuefni manna er aðeins eitt, umferðaröngþveitið og til að bæta úr því vilja þeir breiðari bílvegi og enn fleiri hraðbrautir. Í þessu sambandi gera menn aftur og aftur sömu rökvilluna. Þeir halda að bílaumferð sé einhver föst stærð, með því að tvöfalda vegi megi minnka um helming umferðina á þeim sem voru fyrir. En eins og reynslan hefur margsinnis sýnt er þetta rangt, nýir vegir kalla á enn meiri bílaakstur, ef vegir eru tvöfaldaðir tvöfaldast umferðin og öngþveitið er óbreytt." (bls.230)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband