Gefum finnanum orðið

Það getur oft verið athyglisvert  og jafnframt lærdómsríkt að heyra útlendinga tjá sig um íslendinga og íslenskt samfélag. Í Morgunblaðinu í dag er rætt við nokkra erlenda námsmenn sem hér dvelja. Gefum finnanum Ella Kalliokoski orðið:

"Mér  finnst skrítið að allir eigi bíl. Ef maður fylgist með umferðinni sér maður að það eru eiginlega alltaf bara einn eða tveir í hverjum bíl. Það finnst mér ekki rétt. Strætisvagnakerfið er heldur ekki nógu gott. Ég tek strætó frekar oft, og hann kemur svo óreglulega að það skiptir varla nokkru máli hvenær ég fer út í strætóskýli. Iðulega þarf að bíða í fimmtán til tuttugu mínútur, þótt maður fari út á réttum tíma, samkvæmt stundatöflu. Auk þess finnst mér skrítið hversu lítið er endurunnið hérna."(bls.29)

En við þetta má bæta að allt horfir þetta væntanlega til betri vegar með strætisvagnana þar sem Gísli Marteinn er farinn að merkja stöðvarnar með frumlegum og skemmtilegum nöfnum, það hlýtur að bæta stundvísina og fjölga farþegum.

JB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Mér finnst íslendendingar óttalegir hræsnarar þegar kemur að umhverfismálum. Það er ósköp auðvelt að vera á móti ´ýmsum hlutum, en maður verður þá að koma með lausn í staðinn. Ef við tökum álið, þá er ég sammála að það er skaðlegt fyrir náttúruna, en hvaða valmöguleika höfum við. Eigum við að nota járn í farartæki? Það er mikið þyngra en álið og krefst því meiri orku að nota farartæki úr því efni. Hvað eigum við að nota i stað álumbúða? Plast? er það skárra? hvað annað?

Hvar á að framleiða það? Með hvernig orku? Með kolum eða kjarnorku? Ég skil vel að Íslendingar vilji ekki vikja allar ár á landinu, en á það ekki meira skilt með ættjarðarást en umhverfisvernd?

Væri ekki nær að takast á við orkusóun íslendinga í bílamálum?

Auðvitað eru það útlendingar sem framleiða ofaní okkur bensínið, svo það gerir kannske ekkert til þó við notum mikið að því.

Ásta Kristín Norrman, 30.7.2007 kl. 11:42

2 Smámynd: Sigurður Hólm Gunnarsson

Það er leiðinlegt og of mikil fyrirhöfn að taka strætó. Þess vegna ferðast nær enginn með almenningsvögnum. Þetta er ekkert flóknara en það. Nema þjónusta strætó breytist MIKIÐ til batnaðar munu færri og færri nota þennan ferðamáta. Það er sama hversu margir umhverfisverndarsinnar hneykslast á bílaeign og bílanotkun Íslendinga. Hér er veður of kalt og vont auk þess sem almenningssamgöngur eru leiðinlegar. 

Sigurður Hólm Gunnarsson, 30.7.2007 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband